Vesturhús-eystri

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 8. ágúst 2012 kl. 09:52 eftir Daniel (spjall | framlög) Útgáfa frá 8. ágúst 2012 kl. 09:52 eftir Daniel (spjall | framlög)
Fara í flakk Fara í leit
Vesturhús eystri
Vesturhús. Eystri-Vesturhús eru til hægri.

Húsið Vesturhús-eystri stóð við Ásaveg 35. Það var rifið árið 1969.

Á Eystri-Vesturhúsum bjuggu fyrir og um miðja 20. öldina Þorsteinn Ólafsson verkamaður, kona hans Gíslný Jóhannsdóttir og fjölskylda þeirra. Einnig bjuggu þar þá Alfreð Washington Þórðarson (Vosi) tónlistarmaður, kona hans Jónína Jóhannsdóttir (systir Gíslnýjar) og fjölskylda þeirra.

Alexander Helgason og Guðlaug Sveinsdóttir keyptu neðri hæð hússins árið 1954 og áttu heima þar ásamt þremur dætrum sínum, Guðrúnu , Önnu Rögnu og Sveindísi.

Saumaklúbbur Vesturhúsasystra og frænkna. Efsta röð frá vinstri: Þórdís Guðnadóttir og Ólafíu Þorsteinsdóttur, Þórný systir hennar, Jónína Þorsteinsdóttir, Sigurbjörg Þorsteinsdóttir, Ingibjörg Bergrós Jóhannesdóttir og Jóhönnu Þorsteinsdóttur.
Miðröð frá vinstri: Lilja Þorsteinsdóttir, Solveig Þorsteinsdóttir, María Magnúsdóttir og Guðrúnar Þorsteinsdóttur, Svanhildur kona Svans Þorsteinssonar, Halla Þorsteinsdóttir, Vilborg Þorsteinsdóttir.
Fremsta röð: Ólafía Þorsteinsdóttir, Jónína Steinunn Alfreðsdóttir, Bjarnfríður Ósk Alfreðsdóttir.
Eigandi myndar er Bjarnfríður Ósk Alfreðsdóttir.

Myndir