Helgi Benediktsson

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 12. júní 2012 kl. 12:16 eftir Daniel (spjall | framlög) Útgáfa frá 12. júní 2012 kl. 12:16 eftir Daniel (spjall | framlög)
Fara í flakk Fara í leit

Helgi Benediktsson fæddist 3. desember 1899 og lést 8. apríl 1971. Helgi bjó meðal annars í Einbúa, Grímsstöðum og að Heiðarvegi 20. Kona hans var Guðrún Stefánsdóttir. Börn þeirra eru Stefán, Sigtryggur, Guðmundur, Páll, Helgi, Guðrún, Arnþór og Gísli.

Helgi

Helgi var afkastamikill útgerðarmaður, og gerði út fjölda báta, meðal annars Skaftfelling, Skíðblaðni, Helga, Helga Helgason, Mugg, Hilding, Gullþóri, Frosta, Fjalar og Hringver. Hann var einn af stofnendum Vinnslustöðvarinnar og sat í fyrstu stjórn félagsins. Helgi sat í stjórn Sparisjóðs Vestmannaeyja frá 1943–1958. Hann sat í bæjarstjórn fyrir Framsóknarflokkinn og gaf út eigið blað, Framsókn.

Helgi rak einnig byggingar- og útgerðarverslun, lengst af í Vosbúð, ásamt vefnaðarvöruverslun í Bjarma og matvöruverslun. Þá byggði hann Hótel HB við Heiðarveg og rak það um árabil, auk þess sem hann átti stórt kúabú í Hábæ. Helgi var einhver mesti athafnamaður í Vestmannaeyjum um miðbik síðustu aldar.

Myndir