Saga Vestmannaeyja, endurútgáfa/ Mynd Sigfúsar M. Johnsen

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 22. ágúst 2011 kl. 11:05 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 22. ágúst 2011 kl. 11:05 eftir Viglundur (spjall | framlög) (Ný síða: <center>300px|ctr</center> <big> ''Höfundur þessarar bókar, Sigfús M. Johnsen, fæddist í Vestmannaeyjum þann 28. mars 1886...)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit
ctr


Höfundur þessarar bókar, Sigfús M. Johnsen, fæddist í Vestmannaeyjum þann 28. mars 1886. Foreldrar hans voru Jóhann Jörgen kaupmaður og útvegsbóndi þar og Anna Sigríður Árnadóttir. Sigfús varð stúdent í Reykjavík 1907 og lauk síðan lögfræðiprófi frá Kaupmannahafnarháskóla 1914 og var eftir það fulltrúi í Stjórnarráði Íslands og hæstaréttarritari. Hann var skipaður bæjarfógeti í Vestmannaeyjum árið 1940 og gegndi þeirri stöðu um níu ára skeið. Eftir það lagði hann m.a. stund á fræðirannsóknir í Kaupmannahöfn um þriggja ára skeið ásamt því að stunda ritstörf sem tóku stærstan hluta frítíma hans. Eftir Sigfús liggja fjölmargar greinar og rit tengd Vestmannaeyjum eins og sjá má í ritaskrá sem birtist hér til hliðar. Kona Sigfúsar var Jarþrúður, fædd 3. júní 1890, Pétursdóttir prests á Kálfafellsstað og k.h. Helgu Skúladóttur. Jarþrúður lést þann 9. október 1969. Sigfús lést þann 9. janúar 1974.



Saga Vestmannaeyja efnisyfirlit