Blik 1959/Þulur í 37 ár
Þulur í 37 ár
Stefán Árnason, yfirlögregluþjónn, hefur verið þulur Þjóðhátíðar Vestmannaeyja í 37 ár, eða síðan 1922. Hann hefur þótt gera það með ágætum, enda er Stefán góðum gáfum gæddur á sviði leiklistar. Ef það er satt, að hann hafi innt þetta starf af hendi endurgjaldslaust öll þessi
ár, þá er það ekki lítið þegnskyldustarf í þágu íþróttafélaganna og alls almennings og ef til vill margur fengið fálkaorðuna fyrir minna.
Margt fyndið orð hefur fokið af vörum Stefáns Árnasonar í þularstarfi hans öll þessi ár. Þess er minnzt hér í Bliki nú með nokkrum vísum.
Við gerum hér Stefáni Árnasyni upp orðið eftir heyrt og séð:
- Fyrri
- þjóðhátíðardagur
- Fyrri
- Nú er hátíð hugum í,
- hagstæð ljátíð gengin.
- Tröllin fátíð finna að því,
- að fólks er vátíð engin.
- Nú er hátíð hugum í,
- Því skal halda í Herjólfsdal
- há skal alda rísa
- gleði; tjalda í töfrasal,
- teitifalda hýsa.
- Því skal halda í Herjólfsdal
- Síðari
- þjóðhátíðardagur
- Síðari
- Lag: Komir þú á Grænlandsgrund.
- Halló, menn og fögur fljóð,
- fátt er nú, sem heftir,
- nælonsokk og nátthöld góð
- nóttin skildi eftir.
- Halló, menn og fögur fljóð,
- Teygjubönd og tanngarðar,
- tyggigúm og lokkar,
- drósahöld og duftfarðar
- Dalinn þakti okkar.
- Teygjubönd og tanngarðar,
- Sem sé: Fundizt feiknin öll,
- fráleitt nokkur hrekkur,
- inn um Dal og út um völl
- og upp um hlíðar-brekkur.
- Sem sé: Fundizt feiknin öll,
- Komið hingað kappafans,
- konur, börn og meyjar,
- sækið fundið. Síðan dans
- svarri um Vestmannaeyjar.
- Komið hingað kappafans,