Blik 1962/Árni Guðmundsson

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 26. febrúar 2010 kl. 18:19 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 26. febrúar 2010 kl. 18:19 eftir Viglundur (spjall | framlög) (Ný síða: Efnisyfirlit 1962 =''Árni Guðmundsson''= ==(Árni úr Eyjum)== <br> 200px|ctr :''Árni Guðmundsson.'' ::Farinn ertu, frændi, <br> ...)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit

Efnisyfirlit 1962



Árni Guðmundsson

(Árni úr Eyjum)


ctr

Árni Guðmundsson.


Farinn ertu, frændi,
feðranna stigu.
Horfinn úr heimi,
harður er var þér.
Hnípinn ég horfi
hljóður í mistrið.
Spurning, án svara,
sverfur í hugann.


Harður var heimur,
hugprúði drengur.
Grátt þér að gjalda
gat hann þó ekki.
Skír var þinn skjöldur,
skammlaus og rammur.
Hetjan þó hnígi,
helzt merki uppi.


Grátt þér að gjalda
getur ei nokkur.
Lífsglaður, ljúfur,
laginn til sátta.
Göfugur, góður
gömlum sem ungum.
Látinn þig lifa
ljóðin þín góðu.


Lífsglaður, ljúfur
lékstu þér forðum.
Hraustur og heitur
hélzt út í lífið.
Eyjunum okkar
unnirðu mikið.
Sakna þær sonar,
söngljúfa drengsins.
Trausti Eyjólfsson.