Séra Oddgeir Guðmundsen

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 8. júlí 2005 kl. 10:04 eftir Jonas (spjall | framlög) Útgáfa frá 8. júlí 2005 kl. 10:04 eftir Jonas (spjall | framlög)
Fara í flakk Fara í leit

Séra Oddgeir Guðmundsen var barnakennari í Vestmannaeyjum árin 1893-1904. Hann fæddist í Árnessýslu 11. ágúst 1849. Oddgeir lauk stúdentsprófi frá Lærðaskólanum í Reykjavík árið 1870 og lauk embættisprófi í guðfræði frá Prestaskólanum árið 1972. Ýmsum kennslu- og prestastörfum gegndi hann um landið áður en hann kom til Vestmannaeyja árið 1889 til að taka við Ofanleitisprestakalli. Hann var prestur í Vestmannaeyjum til æviloka og einnig sat hann í sýslunefnd í 30 ár frá komu hans til Eyja.

Árið 1893 hóf hann að kenna við Barnaskólann og var við skólann í 11 ár. Hann kenndi fyrstu tvö árin en tók síðan alfarið við stjórn skólans. Hann saknaði alltaf kennarahlutverkinu eftir að hann hætti og sótti nokkrum árum síðar um stöðu við skólann en var synjað.

Oddgeir leitaði ávallt eftir því að bæta hag sóknarbarna sinna og hjálpaði hann nágrönnum sínum og sóknarbörnum að fá vörur á hagstæðu verði.

Séra Oddgeir var talinn ágætur ræðumaður og hjálpaði fólki í nauðum og sorgum. Hann vann í þágu bindindismála og átti ríkan þátt í velferðarstarfi fyrir æskulýðinn í sveitarfélaginu.

Eiginkona Oddgeirs var Anna Guðmundsdóttir. Hún lést 2. desember 1919, stuttu eftir samsæti til heiðurs hjónunum í tilefni af löngu og giftulegu starfi í sókninni. Séra Oddgeir lést 5 árum seinna, 2. janúar 1924.



Heimildir

  • Þorsteinn Þ. Víglundsson. Kennaratal frá 1885-1904. Blik. 23. árgangur 1962

<meta:creator>Daníel St.</meta:creator>