Blik 1938, 1. tbl./Á gægjum.

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 3. október 2009 kl. 21:42 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 3. október 2009 kl. 21:42 eftir Viglundur (spjall | framlög) (Blik 1938,1.tbl./Á gægjum. færð á Blik 1938, 1.tbl./Á gægjum.)
Fara í flakk Fara í leit

Á GÆGJUM.

Það er nú orðinn æði tími síðan ég síðast gægðist inn fyrir gættir gagnfræðaskólans.
Meðal annars hafa 3.bekkingar útskrifast með háar einkunnir — flestir. Er þeim flestum þegar fyrirhugað lífsstarf. Sagt er að Friðrik sé þegar ráðinn dósent við guðfræðideild Háskólans. Einn enn!
Jóhann hvö hafa hug á ritstjórn „Nýja Landsins.“ Baldur og Vilhjálmur hvö ætla að halda sig að stjörnufræðinni. Aðalsteinn hvö eiga að verða prófessor við hina væntanlegu stærðfræðideild Háskólans.
Gunna A. mun kenna hjálp í viðlögum við sömu deild og svo mætti lengur telja.
Atvinna þeirra þremenninganna, Borgþórs, Þórunnar og Hermanns, hefir orðið heldur rýr í vetur. Þeim var það falið strax í haust að skrásetja amlóða skólans og svefnpurkur, en eins og kunnugt er, þrífast ekki letingjar og amlóðar(Þ. Þ. V.: „skussar“) í gagnfræðaskólanum.
Kennarar skólans eru óþolandi plága á þá tegund af unglingum.
Á síðasta málfundi hvö Helgi og Aðalst. hafa borið það við að særa fram drauga. Urðu þeir svo magnaðir, að stúlkurnar héldust ekki við á fundinum og flýðu, en Reykdal varði sig með hinni helgu bók. Einar T. fór úr ham sínum og allt varð í uppnámi. Var þá Jóni Óla nóg boðið. Hvö hann áður hafa átt við kukl á Akureyri, og m.a. lært þar fílagerð úr mönnum. Hann kvað niður draugana með römmum göldrum.

Snerrir.
                     ———————————————
Ábyrg ritstjórn:
Stjórn Málfundafélags Gagnfræðaskólans í Vestmannaeyjum.
Eyjaprentsmiðjan h.f.