Blik 1936, 1. tbl./Íþróttir

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 4. september 2009 kl. 18:14 eftir Saerun (spjall | framlög) Útgáfa frá 4. september 2009 kl. 18:14 eftir Saerun (spjall | framlög) (Ný síða: '''ÍÞRÓTTIR''' Eftir ÞORSTEIN EINARSSON ORÐIÐ íþróttir er um allan heim að verða viðtækara hugtak en það hefir verið, og það á vonandi eftir að leggja undir sig fle...)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit

ÍÞRÓTTIR

Eftir ÞORSTEIN EINARSSON

ORÐIÐ íþróttir er um allan heim að verða viðtækara hugtak en það hefir verið, og það á vonandi eftir að leggja undir sig fleiri og fleiri hugtök, sem yfirfærast á þá menn, sem stunda þær og veita þeim með því fremri stöðu í mannfélagsstiganum.

Eins og t.d. í Englandi er orðið búið að fá þá merkingu, að sá maður, sem kallast íþróttamaður, þýðir hið sama og hann sé drenglyndur.

Það væru ánægjulegir tímar, þegar orðið íþróttamaður feldi ekki aðeins í sér merkinguna íþróttaiðkandi, heldur um leið drenglyndan, háttprúðan og frjálslegan mann — og að síðustu, en ekki sízt, reglumann og bindindismann á tóbak og áfengi. En því miður á þetta enn langt í land, hvað viðvíkur bindindi. Það er leitt fyrir iþróttamann, sem vill fá sem flest ungt fólk til að gerast íþróttamenn og -konur, að þurfa að segja slíkt. Það er ekkert aðlaðandi fyrir aðstandendur, að vita af því, að þegar börn þeirra ganga í einhvern félagsskap, þá sé ekki ríkjandi í honum starfsemi gegn því voðalegasta, sem nokkurt foreldri getur hugsað sér, en það er áfengi og tóbak.