Þórarinn Guðmundsson (Jaðri)
Þórarinn Guðmundsson fæddist í Frydendal í Vestmannaeyjum 13. janúar 1893 og lést 30. maí 1975. Foreldrar hans voru Guðmundur Guðmundsson og Málfríður Erlendsdóttir. Árið 1915 tók Þórarinn við formennsku á Gústaf (9,19 tonn). Eftir það var hann formaður á ýmsum bátum til 1940.
Loftur Guðmundsson samdi eitt sinn formannsvísu um Þórarinn:
- Glöggur á veðra og græðisfar
- greindur og snar í orðum
- Þórarinn Helgur úr kvikum mar
- hleður að efstu borðum.
Heimildir
- Sjómannablaðið Víkingur. Farmanna- og Fiskimannasamband Íslands.
- Sjómannadagblað Vestmannaeyja. 1995.