Emma VE-219
Fyrsta Emman kom til hafnar í Vestmannaeyjum árið 1919. Það var mótorbáturinn Emma VE-219 og var hún 16 tonn. Var báturinn „kútter“-byggður og auk þess tvímastra og hvorugt mastrið hægt að leggja niður, og var seglabúnaðurinn í samræmi við það. Þetta var einn af tveimur fyrstu bátunum af þessari gerð sem Vestmannaeyingar eignuðust, en seinna urðu þeir þó mun fleiri. Emma var fyrsti báturinn í Eyjaflotanum sem var raflýstur og var það gert árið 1927.
Það var Eiríkur Ásbjörnsson, Emmu-Eiríkur, sem keypti Emmu nýja og var formaður á henni fram á fjórða áratuginn. Eyjólfur Gíslason var einnig formaður á Emmu í níu ár.
Óskar Matthíasson hóf sjómannsferilinn á Emmu. Einnig gerði Jóhann Guðjónsson það.