Snið:Grein vikunnar
Heimaklettur er hæsta fjall Vestmannaeyja, en það stendur á Heimaey og er 283 m á hæð yfir sjávarmáli. Kletturinn er móbergsstapi sem varð til við gos undir jökli seint á síðustu ísöld. Hann stendur sæbrattur upp úr sjónum, en efst eru grasi vaxnar brekkur á bólstrabergstoppi þar sem fé er haft á beit.