Gilsbakki
Húsið Gilsbakki var byggt árið 1907 og stóð við Heimagötu 14. Erlendur Árnason, trésmiður, reisti húsið og gaf því nafn sem sennilega er eftir Gilsbakka í Borgarfirði. Húsið var klætt að nýju árið 1972, en það fór undir hraun ári síðar. Gilsbakki var síðasta húsið sem fór undir hraunið í Heimaeyjargosinu. Hraunið gekk yfir Bólstað en stöðvaðist við Gilsbakka; því næst tók það Blátind en í lok gossins kviknaði í húsinu og svo fór það undir hraunið. þegar byrjaði að gjósa bjuggu Gunnar Ólafsson og Þuríður G. Ottósdóttir (Stella) ásamt börnum sínum Erlu, Guðna Friðrik, Ottó Ólafi, Erlendi og Hrönn.
Heimildir
- Íbúaskrá Vestmannaeyja 1. desember 1972.