Kirkjuhvoll
Húsið Kirkjuhvoll var byggt árið 1911 en var endurbætt 2002 og stendur við Kirkjuveg 65.Í húsinu hefur verið starfrækt ferðaskrifstofa en aðallega hefur húsið verið notað sem íbúðarhús. Árið 2006 bjuggu í húsinu Soffía Birna Hjálmarsdóttir og Þorvaldur Ásgeirsson.
Helstu atriði í eigenda- og íbúasögu
- Halldór Gunnlaugsson Héraðslæknir , Anna S Gunnlaugsson kona hans og fjölskylda
- Trausti Eyjólfsson og fjölskylda
- Sigurður Rúnar Jónsson
- Ferðaskrifstofa Vestmannaeyja
- Gísli Þorsteinsson
- Hólmfríður Sigurpálsdóttir og Ingi Erlingsson
Heimildir
- Kirkjuvegur. Verkefni unnið af þátttakendum á námskeiðinu Húsin í götunni. Vestmannaeyjar, 2004.