Filippus Bjarnason

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 15. júní 2007 kl. 09:20 eftir Daniel (spjall | framlög) Útgáfa frá 15. júní 2007 kl. 09:20 eftir Daniel (spjall | framlög)
Fara í flakk Fara í leit

Filippus Bjarnason fæddist 15. mars 1822. Hann þótti hreystimaður og óhemju sterkur og fékk því viðurnefnið Filippus sterki. Fyrri kona hans var Guðrún Árnadóttir. Filippus kvæntist henni 1853 en missti hana eftir 13 ára hjónaband. Hún lést af barnsförum. Sonur þeirra var Árni í Ásgarði. Árið 1874 kvæntist Filippus Salvöru Þórðardóttur. Filippus lést árið 1900 og flutti þá Salvör til Árna í Ásgarði. Salvör lést árið 1911.


Heimildir