Ingibjörg Árnadóttir (Nýjabæ)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 2. september 2024 kl. 13:45 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 2. september 2024 kl. 13:45 eftir Viglundur (spjall | framlög) (Verndaði „Ingibjörg Árnadóttir (Nýjabæ)“ ([Breyta=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn) [Færa=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn)))
Fara í flakk Fara í leit

Ingibjörg Árnadóttir, húsfreyja fæddist 1738 og lést 13. nóvember 1792.
Foreldrar hennar voru Árni Oddsson, bóndi í Skál á Síðu og í Nýjabæ í Landbroti, V.-Skaft., f. 1716, d. 1784, og kona hans Þorbjörg Salómonsdóttir, húsfreyja, f. 1711.

Ingibjörg var húsfreyja í í Nýjabæ í Landbroti 1770, í Þykkvabæ þar 1777 eða fyrr til 1784. Hún fór til Eyja með Nikulási manni sínum og börnum 1784.
Hún lést 1792.

I. Maður Ingibjargar var Nikulás Jóhannsson, bóndi, f. 1739, d. 1. júlí 1814.
Börn þeirra:
1. Guðmundur Nikulásson, f. 1770, d. um 1840.
2. Bjarni Nikulásson, f. 1775.
3. Þórunn Nikulásdóttir, f. 1779, d. 25. janúar 1842.
4. Jón Nikulásson, f. 1779.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.