Ragnheiður Þorsteinsdóttir (Görðum)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 5. ágúst 2024 kl. 16:32 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 5. ágúst 2024 kl. 16:32 eftir Viglundur (spjall | framlög) (Ný síða: '''Elín ''Ragnheiður'' Þorsteinsdóttir''', frá Dyrhólum í Mýrdal, húsfreyja fæddist þar 24. júní 1879 og lést 27. febrúar 1968.<br> Foreldrar hennar voru Þorsteinn Hjörtur Árnason, f. 24. ágúst 1847 í Dyrhólasókn í Mýrdal, d. 10. nóvember 1914 í Eyjum og kona hans Matthildur Guðmundsdóttir húsfreyja og ljósmóðir, f. 15. ágúst 1847 að Prestbakkakoti á Síðu, d. 14. febrúar 1937 í Eyjum.<br> B...)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit

Elín Ragnheiður Þorsteinsdóttir, frá Dyrhólum í Mýrdal, húsfreyja fæddist þar 24. júní 1879 og lést 27. febrúar 1968.
Foreldrar hennar voru Þorsteinn Hjörtur Árnason, f. 24. ágúst 1847 í Dyrhólasókn í Mýrdal, d. 10. nóvember 1914 í Eyjum og kona hans Matthildur Guðmundsdóttir húsfreyja og ljósmóðir, f. 15. ágúst 1847 að Prestbakkakoti á Síðu, d. 14. febrúar 1937 í Eyjum.

Börn Matthildar og Þorsteins - í Eyjum:
1. Friðrik Þorsteinsson framkvæmdastjóri, bókhaldari.
2. . Matthildur Þorsteinsdóttir húsfreyja á Lundi.
3. Gróa Sigríður Þorsteinsdóttir, húsfreyja.
4. Elín Ragnheiður Þorsteinsdóttir húsfreyja í Görðum.
5. Elín Þorsteinsdóttir húsfreyja á Löndum.

Ragnheiður var hjá foreldrum sínum á Dyrhólum til 1898, fór þá austur í Borgarfjörð, var í Eyjum til 1908, var húsfreyja á Eskifirði 1910 og til æviloka 1968.
Þau Jón giftu sig 1908, eignuðust þrjú börn.

I. Maður Ragnheiðar, (9. ágúst 1908), var Jón Þorsteinsson, bakari, f. 30. mars 1871, d. 9. júní 1954. Foreldrar hans Þorsteinn Einarsson, f. 25. mars 1834, d. 15. maí 1921, og Margrét Jónsdóttir, f. 24. september 1830, d. 26. júní 1917.
Börn þeirra:
1. Þorsteinn Hjörtur Jónsson, f. 17. desember 1908, d. 14. maí 1921.
2. Hlöðver Jónsson, f. 10. nóvember 1911, d. 23. febrúar 1992.
3. Baldur Óli Jónsson, f. 17. september 1879, d. 27. febrúar 1999.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.