Emilía Sigfúsdóttir (Stakkholti)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 6. apríl 2023 kl. 10:27 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 6. apríl 2023 kl. 10:27 eftir Viglundur (spjall | framlög)
Fara í flakk Fara í leit

Emilía Sigfúsdóttir húsfreyja, verkakona fæddist 26. nóvember 1898 að Rófu í Miðfirði og lést 8. september 1994 á Sjúkrahúsinu.
Foreldrar hennar voru Sigfús Bergmann Guðmundsson bóndi, f. 22. ágúst 1845, d. 15. nóvember 1928, og kona hans Ragnheiður Ingibjörg Jónsdóttir Leví húsfreyja, frá Egilsstöðum í Katadal á Vatnsnesi, V.-Hún., f. 31. mars 1861, d. 16. febrúar 1923.

Emilía var með foreldrum sínum, var yngst 7 barna hjónanna.
Þau Sigurður giftu sig, eignuðust sex börn. Þau bjuggu á Gafli í Víðidal í nokkur ár, bjuggu síðast á Geirastöðum í Þingi, V.-Hún.
Þau fluttu til Eyja um 1952.
Emilía bjó í Stakkholti við Vestmannabraut 49 1972, síðast í Langa-Hvammi við Kirkjuvegi 41.
Sigurður lést 1961 og Emilía 1994.

I. Maður Emilíu var Sigurður Magnússon Skagfjörð frá Kjartansstöðum á Langholti, Skagaf., bóndi, f. 13. maí 1888, d. 22. nóvember 1961.
Börn þeirra:
1. Ingvar Sigurðsson, f. 31. desember 1925. Kona hans Ingibjörg Jónsdóttir.
2. Sverrir Sigurðsson, f. 21. janúar 1928. Kona hans Erla Hallgrímsdóttir.
3. Magnús Sigurðsson, f. 25. mars 1930. Kona hans Anna Jóhannsdóttir.
4. Elísabet Sigurðardóttir verkakona, húsfreyja, f. 13. maí 1933, d. 14. júlí 2013. Barnsfaðir Sigurður Hallvarðsson rafvirkjameistari, f. 9. maí 1937, d. 5. nóvember 2006. Maður hennar Ásmundur Pálsson meindýraeyðir, f. 20. ágúst 1943.
5. Karl Bergdal, f. 12. mars 1935. Fyrri kona hans Ragnheiður Guðnadóttir, látin. Kona hans Elín Ingólfsdóttir.
6. Lovísa Sigurðardóttir, f. 2. nóvember 1942. Maður hennar Guðgeir Matthíasson.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.