Gerda Lilly Guðmundsson

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 29. febrúar 2024 kl. 09:59 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 29. febrúar 2024 kl. 09:59 eftir Viglundur (spjall | framlög) (Ný síða: thumb|200px|''Gerda Lilly Guðmundsson. '''Gerda Lilly Guðmundsson''' húsfreyja, kennari fæddist 26. ágúst 1909 í Hårlev á Sjálandi í Danmörku og lést á Randers Centralsygehus 31. október 2002.<br> Foreldrar hennar voru Oluf Jørgensen ljósmyndari frá Fakse í Danmörku, f. 19. mars 1884, d. 4. október 1955, og Sofie Petersen, f. 12. september 1885, d. 3. apríl 1960, einnig frá Fakse. <br> Gerda starfaði við ljósmyndagerð h...)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit
Gerda Lilly Guðmundsson.

Gerda Lilly Guðmundsson húsfreyja, kennari fæddist 26. ágúst 1909 í Hårlev á Sjálandi í Danmörku og lést á Randers Centralsygehus 31. október 2002.
Foreldrar hennar voru Oluf Jørgensen ljósmyndari frá Fakse í Danmörku, f. 19. mars 1884, d. 4. október 1955, og Sofie Petersen, f. 12. september 1885, d. 3. apríl 1960, einnig frá Fakse.

Gerda starfaði við ljósmyndagerð hjá föður sínum í Fakse. Hún lauk námi við Nærum Missionskole 1929 og nam eitt ár við Newbold College í Englandi. Hún var kennari við barnaskóla aðventista í Jerslev í Danmörku og var um tíma starfsmaður ljósmyndara í Árósum. Hún vann hér á landi fyrir aðventista.
Þau Júlíus giftu sig 1938, eignuðust þrjú börn. Þau bjuggu í Baðhúsinu við Bárustíg 15.
Júlíus lést 2001 og Gerda Lilly 2002.

I. Maður Gerdu, (14. september 1938), var Júlíus Guðmundsson kennari, skólastjóri frá Glæsistöðum í V.-Landeyjum, f. 21. maí 1909, d. 11. janúar 2001.
Börn þeirra:
1. Sonja Sofie Guðmundsson, síðar Danielsen, f. 21. maí 1942 á Bárustíg 15. Maður hennar var Jens Danielsen.
2. Guðmundur Harri Guðmundsson læknir, f. 8. júní 1945 á Bárustíg 15. Kona hans Sunneva Jacobsen.
3. Jörgen Eric Guðmundsson, f. 25. júlí 1949.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.