Guðrún Benediktsdóttir (Berghólum)
Guðrún Benediktsdóttir frá Akureyri, húsfreyja í Bergholti við Strembugötu 6 fæddist 22. maí 1907 á Sauðárkróki og lést 6. apríl 1995.
Foreldrar hennar voru Benedikt Jóhannsson tómthúsmaður, f. 10. júní 1871, d. 29. apríl 1940, og Björg Helgadóttir húsfreyja, f. 14. maí 1875, d. 26. maí 1929.
Guðrún var með foreldrum sínum, á Seylu í Sauðárkrókshreppi 1920.
Þau Ragnar giftu sig 1929, eignuðust eitt barn. Þau bjuggu á Akureyri 1930, síðar í Bergholti við Strembugötu 6.
Ragnar lést 1987 og Guðrún 1995.
I. Maður Guðrúnar, (28. september 1929 á Akureyri), var Ragnar Gíosli Jónsson úr Skagafirði, verkamaður, sjómaður, skipstjóri, afgreiðslumaður, söngstjóri, organisti, f. 29. september 1898 á Egg í Rípursókn, d. 14. apríl 1987.
Barn þeirra:
1. Björg J. Ragnarsdóttir húsfreyja, verslunarkona ræstitæknir, starfsmaður heimilishjálpar, f. 14. september 1930, d. 26. apríl 2016.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Íslendingabók.
- Manntöl.
- Morgunblaðið. Minning Bjargar.
- Prestþjónustubækur.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.