Jón Guðjónsson (skipstjóri)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 21. desember 2023 kl. 14:20 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 21. desember 2023 kl. 14:20 eftir Viglundur (spjall | framlög) (Ný síða: 200px|thumb|Jón Guðjónsson '''Jón Guðjónsson''' skipstjóri, útgerðarmaður fæddist 20. janúar 1924 og lést 8. desember 2005.<br> Foreldrar hans voru Guðjón Jónsson frá Dagverðarnesi á Rangárvöllum, bifreiðastjóri á Siglufirði, bóndi í Málmey á Skagafirði, síðar framkvæmdastjóri í Kópavogi, f. 1. september 1898, d. 30. nóvember 1977, og kona hans Magnea Halldórsdóttir frá Ólafsfirði, húsfreyja, f. 2...)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit
Jón Guðjónsson

Jón Guðjónsson skipstjóri, útgerðarmaður fæddist 20. janúar 1924 og lést 8. desember 2005.
Foreldrar hans voru Guðjón Jónsson frá Dagverðarnesi á Rangárvöllum, bifreiðastjóri á Siglufirði, bóndi í Málmey á Skagafirði, síðar framkvæmdastjóri í Kópavogi, f. 1. september 1898, d. 30. nóvember 1977, og kona hans Magnea Halldórsdóttir frá Ólafsfirði, húsfreyja, f. 22. mars 1896, d. 8. maí 1984.

Jón var með foreldrum sínum í æsku, á Siglufirði og í Málmey.
Hann varð gagnfræðingur á Siglufirði 1939, lauk Stýrimannaskólanum 1947.
Jón fór snemma að stunda sjó og lauk Stýrimannaskólanum 1947. Hann var meðal annars á togurunum Röðli og Mars, oftast bátsmaður. Eftir veru sína á togurum var hann á ýmsum bátum uns hann tók við togaranum Sigurði, Einars ríka. Síðar tók hann við Eyjabergi.
Síðla árs 1962 söðlaði Jón um og keypti Andvara VE 101 af Hraðfrystistöðinni og gerði út á net og handfæri. Andvari var seldur til Keflavíkur.
Þá réð Jón sig til þróunarhjálpar Sameinuðu Þjóðanna og var í Suður-Yemen á báti frá Hornafirði og kenndi innfæddum að veiða í nót sardínu, sem síðan var brædd í Hæringi sem var hér við land um tíma.
Eftir það vann Jón á netaverkstæði og síðan sem eftirlitsmaður við bátatryggingar.
1978 keypti Jón teggja tonna trillu, sem hann kallaði Arnarberg og réri á henni frá Hrísey yfir sumarmánuðina.
Þau Helga giftu sig 1947, eignuðust þrjú börn, og Helga átti tvö börn áður. Hún bjó í Sædal við Vesturveg 6 1949.
Þau dvöldu síðustu ár sín á Hrafnistu.
Jón lést 2005 og Helga 2008.

I. Kona Jóns, (1947), var Helga Þorleifsdóttir húsfreyja, verkakona, saumakona, skrifstofumaður, f. 21. desember 1908, d. 23. janúar 2008.
Börn þeirra:
1. Selma Jónsdóttir húsfreyja og skrifstofumaður í Svíþjóð, f. 25. janúar 1947.
2. Hildur Gréta Jónsdóttir húsfreyja, skrifstofumaður, f. 22. apríl 1948. Maður hennar Sigmundur Karl Ríkharðsson.
3. Magnea Björg Jónsdóttir húsfreyja, danskennari, f. 8. mars 1953.
Börn Helgu og fósturbörn Jóns:
4. Elísabet Óskarsdóttir húsfreyja, afgreiðslumaður, vann við umönnun, f. 26. febrúar 1934, d. 29. nóvember 2006. Fyrrum sambúðarmaður Ingvar Alfreð Georgsson. Fyrrum maður hennar Björn Indriðason.
5. Jón Leifur Óskarsson rafvirki, f. 8. júlí 1937. Kona hans Lára Ingólfsdóttir.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.