Guðmundur Snædal Jónsson
Guðmundur Snædal Jónsson frá Reykjavík, skipstjóri fæddist 11. mars 1958.
Foreldrar hans voru Evert Jón Sigurvinsson bóndi, síðan hafnarverkamaður í Rvk, f. 26. september 1915, d. 16. apríl 1969, og síðari kona hans Helga Steinunn Hansen Guðmundsdóttir, f. 21. mars 1916, d. 1. ágúst 1987.
Guðmundur var með foreldrum sínum í æsku, í Balboe-kampi og á Kleppsvegi 67.
Hann lauk skipstjórnarnámi í Stýrimannaskólanum í Reykjavík 1980.
Guðmundur var sjómaður, stýrimaður og skipstjóri, var á Surtsey, háseti og stýrimaður, stýrimaður á Smáey, stýrimaður og skipstjóri á Sigurfara GK, síðan á Bylgjunni.
Guðmundur bjó á Foldahrauni 38A 1986, bjó með Helgu í Rvk og Garðabæ 1992-2005, býr nú á Búhamri 26.
Þau Helga giftu sig, eignuðust ekki börn saman.
I. Kona Guðmundar er Helga Guðbjörg Ágústsdóttir húsfreyja, f. 10. september 1951.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Guðmundur.
- Íslendingabók.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.