Sigurður Ólafsson (Sjónarhól)
Sigurður Ólafsson frá Ossabæ í V.-Landeyjum, sjómaður fæddist 8. nóvember 1870 og lést 2. maí 1950.
Foreldrar hans voru Ólafur (föðurnafn ekki skráð við skírn), og barnsmóðir hans Sigríður Ólafsdóttir, þá bóndadóttir í Ossabæ, f. 13. nóvember 1839, d. 7. ágúst 1886.
Sigurður var fósturbarn í Ossabæ 1880, var vinnumaður þar 1890 og 1901, kom frá Ossabæ að Búðarhól-Norðurhjáleigu í A.-Landeyjum 1905, var vinnumaður þar 1910.
Hann flutti til Eyja. Þau Jónína giftu sig 1917, eignuðust ekki börn, en hjá þeim var tökubarn, Sigurður Kristjánsson. Þau bjuggu á Sjónarhól 1934, en Jónína flutti til Reykjavíkur 1938.
Sigurður var þurfalingur í Þingholti við Kirkjuvegi 5 1940, sjúklingur á Sjúkrahúsinu 1945 og 1949.
Hann lést 1950.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Íslendingabók.
- Manntöl.
- Prestþjónustubækur.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.