Þorgeir Þorgeirsson (Eystri-Dalbæ)
Þorgeir Þorgeirsson frá Eystri-Dalbæ í Landbroti, vinnumaður, bóndi fæddist 7. september 1851 og lést 8. janúar 1913 í Holti u. Eyjafjöllum.
Foreldrar hanns voru Þorgeir Þorgeirsson bóndi, f. 23. október 1817, og kona hans Sunneva Jónsdóttir frá Syðri-Fljótum í Meðallandi, húsfreyja, f. 29. apríl 1816, d. 27. ágúst 1902.
Þorgeir var með foreldrum sínum í Eystri-Dalbæ til 1857, var tökubarn í Hörglandskoti á Síðu 1857-1858, hjá foreldrum sínum á Hervararstöðum á Síðu 1858-1859, í Holti 1859-1860, var ómagi í Skál þar 1860-1864, smali í Heiðarseli þar 1864-1864, tökudrengur og síðan vinnumaður á Syðri-Steinsmýri í Meðallandi 1866-1873.
Þorgeir fór til Eyja 1873, var vinnumaður í Miðskála u. Eyjafjöllum 1880, var vinnumaður á Syðri-Steinsmýri 1881-1883.
Þorgeir fór suður í Gullbringusýslu 1883, var vinnumaður í Símonarhúsum á Stokkseyri 1890, kom frá Eyrarbakka 1893.
Hann var bóndi í Björnskoti u. Eyjafjöllum 1901, vinnumaður í Holti þar 1910 og til dauðadags.
Þau Ársæl giftu sig 1898, eignuðust eitt barn, sem dó ungt.
I. Kona Þorgeirs, (1. nóvember 1898), var Ársæl Magnúsdóttir húsfreyja, f. 20. maí 1861, d. 11. mars 1944. Foreldrar hennar voru Magnús Sveinsson og Ásta Jónsdóttir, f.16. nóvember 1834, d. 8. október 1913.
Barn þeirra:
1. Ásgeir Guðni Þorgeirsson, f. 8. desember 1903, d. 25. desember 1906.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Íslendingabók.
- Prestþjónustubækur.
- Vestur-Skaftfellingar 1703-1966. Björn Magnússon. Leiftur 1970-1973.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.