Jósef Einar Markússon

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 20. september 2023 kl. 14:10 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 20. september 2023 kl. 14:10 eftir Viglundur (spjall | framlög) (Ný síða: thumb|200px|''Jósef Einar Markússon. '''Jósef Einar Markússon''' sjómaður, húsasmíðameistari fæddist 12. nóvember 1923 á Sæbóli í Aðalvík og lést 21. október 2003.<br> Foreldrar hans voru Markús Kristján Finnbogason útgerðarmaður í Aðalvík, f. 3. mars 1885, d. 11. mars 1972, og kona hans Herborg Árnadóttir húsfreyja, f. 30. apríl 1885, d. 15. janúar 1934. Jósef var með foreldrum sínum.<br> Hann lærði húsas...)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit
Jósef Einar Markússon.

Jósef Einar Markússon sjómaður, húsasmíðameistari fæddist 12. nóvember 1923 á Sæbóli í Aðalvík og lést 21. október 2003.
Foreldrar hans voru Markús Kristján Finnbogason útgerðarmaður í Aðalvík, f. 3. mars 1885, d. 11. mars 1972, og kona hans Herborg Árnadóttir húsfreyja, f. 30. apríl 1885, d. 15. janúar 1934.

Jósef var með foreldrum sínum.
Hann lærði húsasmíðar um þrítugt, fékk meistararéttindi, og vann við iðn sína.
Jósef varð sjómaður um fermingu, reri í fyrstu á bátum frá Aðalvík og Ísafirði, en um nítján ára fór hann til Eyja, var þar sjómaður, var m.a. í siglingum á Helga VE 333 á stríðsárunum. Hann flutti til Reykjavíkur og vann þar ýmis verkamannastörf. Eftir iðnaðarnámið vann hann lengi við húsasmíðar í Hafnarfirði og síðar til fjölda ára hjá Trésmíðaverkstæði Reykjavíkurborgar. Þar fékkst hann meðal annars við endurgerð gamalla húsa á vegum Reykjavíkurborgar svo sem Viðeyjarstofu og á Árbæjarsafni.
Þau Guðrún Kristín giftu sig 1945, eignuðust eitt barn. Þau bjuggu í Stakkagerði-vestra. Þau skildu.
Þau Magnea giftu sig 1952, eignuðust sex börn. Þau bjuggu síðast í Kópavogi.
Magnea lést 2001 og Jósef 2003.

I. Kona Jósefs, (6. desember 1945, skildu), var Guðrún Kristín Þorgeirsdóttir húsfreyja, f. 1. ágúst 1927, d. 4. júní 2010.
Barn þeirra:
1. Þorgeir Sturla Jósefsson verslunarmaður, f. 2. september 1944, d. 19. október 1971. Barnsmóðir hans Hildur Dagsdóttir.

II. Kona Jósefs, (15. nóvember 1952), var Magnea Bjarney Sigurjónsdóttir húsfreyja, f. 21. júní 1930, d. 13. nóvember 2001. Foreldrar hennar Sigurjón Kristjánsson, f. 30. desember 1879, d. 5. október 1964, og Arndís Andrésdóttir, f. 14. júlí 1998, d. 31. október 1966.
Börn þeirra::
2. Arnar Jósefsson, f. 30. apríl 1951, d. 14. nóvember 2018. Barnsmóðir hans Þóra Sigurþórsdóttir. Kona hans Margrét Tómasdóttir.
3. Hrafnhildur Rebekka Jósefsdóttir, f. 23. ágúst 1952. Maður hennar Þorleifur Thorlacius Finnsson.
4. Helga Jóhanna Jósefsdóttir, f. 26. febrúar 1854. Maður hennar Guðni Maríus Guðmundsson.
5. Jósef Smári Jósefsson, f. 27. september 1955. Kona hans Elin Jeppesen.
6. Arndís Sveina Jósefsdóttir, f. 23. mars 1958. Barnsfaðir hennar Lárus Jónsson. Sambúðarmaður hennar Sverrir Geirmundsson.
7. Markús Betúel Jósefsson, f. 16. desember 1969. Kona hans Aðalheiður Lilja Úlfarsdóttir.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.