Margrét Pálsdóttir (Ofanleiti)
Margrét Pálsdóttir frá Ofanleiti húsfreyja fæddist um 1780 og lést 9. febrúar 1821.
Foreldrar hennar voru Páll Magnússon frá Berjanesi í Landeyjum, prestur, f. 1743 í Sigluvík þar, d. 24. maí 1789, og kona hans Guðrún Hálfdanardóttir frá Eyvindarholti u. Eyjafjöllum, húsfreyja, yfirsetukona, f. 1754, d. 19. nóvember 1824.
Margrét missti föður sinn, er hún var um níu ára.
Þau Guðmundur giftu sig 1804. Hún var önnur kona hans. Þau eignuðust níu börn. Þau bjuggu á Staðastað á Snæfellsnesi.
I. Maður Margrétar, (30. júní 1804), var Guðmundur Jónsson frá Sólheimum í Ytri-Hrepp (Hrunamannahreppi), Árn., prestur, f. 10. júlí 1763, d. 1. desember 1836. Foreldrar hans voru Jón Stefánsson bóndi, f. 1710, d. 1776, og kona hans Vilborg Árnadóttir húsfreyja, f. 1726, d. 1810.
Börn þeirra:
1. Páll Guðmundsson silfursmiður að Reykhólum.
2. Sæmundur Guðmundsson trésmiður að Búðum.
3. Þorbjörg Guðmundsdóttir húsfreyja í Bergholti. Maður hennar Jón Sveinsson hreppstjóri.
4. Jón Guðmundsson prestur að Helgafelli.
5. Bjarni Guðmundsson, d. 1834.
6. Ögmundur Guðmundsson bókbindari og smiður í Geitareyjum.
7. Guðrún Guðmundsdóttir húsfreyja, fyrri kona Sveinbjarnar Eyjólfssonar í Árnesi.
8. Kristín Guðmundsdóttir húsfreyja. Maður hennar Einar Vernharðsson prestur á Stað í Grunnavík.
9. Vilborg Guðmundsdóttir húsfreyja. Maður hennar Guðmundur Oddsson söðlasmiður í Keflavík undir jökli.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Íslendingabók.
- Íslenzkar æviskrár. Páll Eggert Ólason og fleiri. Hið íslenzka bókmenntafélag 1948-1956.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.