Trausti Ragnar Einarsson
Trausti Ragnar Einarsson kennari, múrarameistari, vélvirkjameistari, bifvélavirkjameistari fæddist 24. maí 1962 í Eyjum.
Foreldrar hans Einar Guðni Jónasson múrarameistari, f. 24. nóvember 1938, d. 3. febrúar 2021, og Halldóra Traustadóttir húsfreyja, ljósmóðir, f. 28. júní 1939 í Reykjavík.
Börn Halldóru og Einars Guðna:
1. Trausti Ragnar Einarsson kennari, bifvélavirkjameistari, múrarameistari, vélvirkjameistari, f. 24. maí 1962, býr í Reykjavík. Kona hans Eva Susanne Linnéa Andersson.
2. Gunnar Jónas Einarsson matreiðslumaður í Reykjavík, f. 2. maí 1966 í Eyjum. Fyrrum kona Sigríður Lund Hermannsdóttir. Kona hans Þóra Guðbjörg Arnardóttir.
3. Fjalar Freyr Einarsson kennari, kennsluráðgjafi í Reykjavík, f. 4. júlí 1971 í Reykjavík. Kona hans Dögg Harðardóttir.
4. Sindri Reyr Einarsson tæknimaður í Reykjavík, f. 8. janúar 1980 í Reykjavík. Kona hans Sólveig Ragnarsdóttir.
Trausti var með foreldrum sínum, í Betel við Faxastíg 6 og á Höfðavegi 2, fluttist með þeim til Reykjavíkur.
Hann lauk námi í bifvélavirkjun hjá Ingjaldi Ástvaldssyni í Kópavogi 1982, fékk meistararéttindi 1984. Hann nam múraraiðn hjá Einari föður sínum, varð sveinn 1992, öðlaðist meistararéttindi 1997. Þá lærði hann vélvirkjun hjá Olíudreifingu, varð sveinn 2014 og meistari 2015.
Trausti Ragnar stundaði nám í kennslufræði iðnmeistara, lauk því námi 2018.
Hann vann lítið í bifvélavirkjun og vélvirkjun, en vinnur enn við múrverk auk þess að kenna við Tækniskólann frá 2017.
Þau Eva giftu sig 1986, eignuðust eitt barn.
I. Kona Trausta, (26. júlí 1986), er Eva Susanne Linnéa Anderson frá Smálöndum í Svíþjóð, skrifstofumaður, f. 11. ágúst 1963. Foreldrar hennar Sven Erik Anderson framkvæmdastjóri í Svíþjóð, látinn, og kona hans Silva Ester Linnéa Anderson húsfreyja, látin.
Barn þeirra:
1. Tinna Linda Linnéa Traustadóttir, f. 16. mars 1992 í Reykjavík. Maður hennar Nikola Milansson Remic.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Íslendingabók.
- Múraratal og steinsmiða. 2. útgáfa, aukin. Þorsteinn Jónsson, Brynjólfur Ámundason. Þjóðsaga 1993.
- Prestþjónustubækur.
- Trausti Ragnar.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.