Halldóra Þorláksdóttir (hjúkrunarfræðingur)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 29. ágúst 2023 kl. 14:31 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 29. ágúst 2023 kl. 14:31 eftir Viglundur (spjall | framlög) (Ný síða: thumb|200px|''Halldóra Þorláksdóttir. '''Halldóra Þorláksdóttir''' hjúkrunarfræðingur fæddist 7. apríl 1900 á Kotá, Akureyri og lést 29. maí 1995.<br> Foreldrar hennar voru Þorlákur Einarsson bóndi, f. 4. apríl 1864, d. 20. september 1947 og kona hans Kristín Pálsdóttir húsfreyja, f. 20. júlí 1863, d. 6. febrúar 1934. Halldóra var með foreldrum sínum í æsku.<br> Hún lauk hjúkrunarnámi í Ullevål Sykehus...)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit
Halldóra Þorláksdóttir.

Halldóra Þorláksdóttir hjúkrunarfræðingur fæddist 7. apríl 1900 á Kotá, Akureyri og lést 29. maí 1995.
Foreldrar hennar voru Þorlákur Einarsson bóndi, f. 4. apríl 1864, d. 20. september 1947 og kona hans Kristín Pálsdóttir húsfreyja, f. 20. júlí 1863, d. 6. febrúar 1934.

Halldóra var með foreldrum sínum í æsku.
Hún lauk hjúkrunarnámi í Ullevål Sykehus í Ósló í febrúar 1929.
Halldóra var hjúkrunarfræðingur á Sjúkrahúsinu í Eyjum 1. apríl 1929 til 1. júní 1930, yfirhjúkrunarfræðingur í Sjúkrahúsi Akureyrar 15. júní 1930 í rúmt ár, byrjaði þá hjá Rauða krossinum á Akureyri og vann þar til 30. maí 1936, var deildarhjúkrunarfræðingur á Kleppsspítala júlí 1936-maí 1942, varð þá aðstoðaryfirhjúkrunarfræðingur til 30. apríl 1961, var bæjarhjúkrunarfræðingur í Rvk öðru hverju frá apríl 1961.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.