Halldóra Valgerður Hjaltadóttir

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 17. ágúst 2023 kl. 11:55 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 17. ágúst 2023 kl. 11:55 eftir Viglundur (spjall | framlög) (Ný síða: thumb|200px|''Halldóra Valgerður Hjaltadóttir. '''Halldóra Valgerður Hjaltadóttir''' húsfreyja fæddist 29. maí 1927 í Reykjavík og lést 1. febrúar 2013 á hjúkrunarheimilinu Mörk.<br> Forreldrar hennar voru Hjalti Magnús Björnsson frá Ríp í Rípurhreppi í Skagaf., stórkaupmaður, konsúll, f. 27. janúar 1892, d. 30. apríl 1986, og kona hans Óvína Anne Margrét Arnljóts Velschow Björnsson frá Sauðanesi á...)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit
Halldóra Valgerður Hjaltadóttir.

Halldóra Valgerður Hjaltadóttir húsfreyja fæddist 29. maí 1927 í Reykjavík og lést 1. febrúar 2013 á hjúkrunarheimilinu Mörk.
Forreldrar hennar voru Hjalti Magnús Björnsson frá Ríp í Rípurhreppi í Skagaf., stórkaupmaður, konsúll, f. 27. janúar 1892, d. 30. apríl 1986, og kona hans Óvína Anne Margrét Arnljóts Velschow Björnsson frá Sauðanesi á Langanesi, húsfreyja, saumastofurekandi, f. 4. mars 1900, d. 2. desember 1993.

Halldóra varð stúdent í M.R. 1947, lauk kennaraprófi 1971, sótti kennslunámskeið, leiðsögumannanámskeið og hannyrðanámskeið.
Hún kenndi í Hvassaleitisskóla frá 1971, síðar stundaði hún forfallakennslu.
Þau Þórður Frímann giftu sig 1950, eignuðust fjögur börn. Þau bjuggu við Hásteinsveg 49 1958.

I. Maður Halldóru, (19. nóvember 1950), er Þórður Frímann Ólafsson lögfræðingur, framkvæmdastjóri, f. 5. maí 1928.
Börn þeirra:
1. Margrét María Þórðardóttir tannlæknir, f. 21. janúar 1951. Maður hennar Guðmundur Gunnarsson.
2. Anna Halldóra Þórðardóttir hjúkrunarfræðingur, f. 1. júlí 1953 í Reykjavík. Maður hennar Þórhallur Jóhannesson.
3. Gunnhildur Þórðardóttir kennari, f. 13. október 1958 í Eyjum. Maður hennar Þór Tómasson.
4. Ólafur Þórðarson arkitekt, f. 19. mars 1963. Fyrrum kona hans Lisa Gail Þórðarson. Kona hans Donna Ann Fumosa.



Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.