Sigurður Davíðsson (kennari)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 14. ágúst 2023 kl. 16:55 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 14. ágúst 2023 kl. 16:55 eftir Viglundur (spjall | framlög) (Verndaði „Sigurður Davíðsson“ ([Breyta=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn) [Færa=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn)))
Fara í flakk Fara í leit
Sigurður Davíðsson.

Sigurður Davíðsson kennari, vefstjóri, sérfræðingur fæddist 15. janúar 1958 í Eyjum.
Foreldrar hans voru Davíð Jóhannes Helgason frá Geitagili í Örlygshöfn við Patreksfjörð, verkamaður, fiskimatsmaður, f. 29. maí 1930, d. 8. apríl 2005, og kona hans Brynja Sigurðardóttir frá Hæli, húsfreyja, f. 20. júní 1934, d. 23. september 2011.

Sigurður var með foreldrum sínum í æsku.
Hann lauk landsprófi í Gagnfræðaskólanum í Eyjum 1974, ar í framhaldsdeild skólans 1974-1975, varð stúdent í M.L. 1978, lauk kennaraprófi 1982, var í H.Í. 1984-1985.
Sigurður var kennari í Gagnfræðaskólanum í Hveragerði 1982-1984, í Barnaskólanum í Eyjum 1985-1986, í Garðaskóla í Garðabæ 1986-1987, í Gagnfræðaskólanum í Hveragerði frá 1987-1991, í Hjallaskóla í Kópavogi 1991-2000, þar af skólastjóri í 3 ár. Sigurður var vefstjóri í forsætisráðuneytinu 2000-2006, var sérfræðingur í skólamálum í menntamálaráðuneytinu 2006-2008. Hann flutti til Eyja 2008 og vann fjarvinnu fyrir ýmis ráðuneyti þar til 2022, en vann fyrir þau til 2023, er hann hætti störfum vegna aldurs.
Þau Guðrún giftu sig, eignuðust ekki börn. Hún lést 1983.
Þau Margrét giftu sig 1987, eignuðust tvö börn, en skildu.
Þau Hjördís Hildigunnur Friðjónsdóttir giftu sig, eignuðust ekki börn saman.

I. Sambúðarkona Sigurðar var Guðrún Gunnarsdóttir frá Hvolsvelli, hjúkrunarnemi, f. 5. maí 1958, d. 29. apríl 1983. Foreldrar hennar Gunnar Guðjónsson trésmiður, hljómsveitarstjóri á Hvolsvelli, f. 28. ágúst 1926, d. 2. apríl 1988, og kona hans Ása Guðmundsdóttir húsfreyja, f. 28. janúar 1934, d. 4. mars 2016.

II. Kona Sigurðar, (18. júlí 1988, skildu), er Margrét Gunnarsdóttir kennari, f. 12. ágúst 1960. Foreldrar hennar Gunnar Guttormsson frá Hallormsstað, deildarstjóri, síðar forstjóri, f. 31. október 1935, og kona hans Sigrún Jóhannesdóttir frá Heiðarbæ I, Árn, verkstjóri, f. 14. febrúar 1936.
Börn þeirra:
1. Gunnar Sigurðsson tölvufræðingur, f. 13. ágúst 1988. Sambúðarmaki hans Sigurður Ýmir Sigurjónsson.
2. Sigrún Björk Sigurðardóttir lögfræðingur, f. 15. janúar 1992. Sambúðarmaður hennar Fróði Frímann Kristjánsson.

III. Kona Sigurðar, (11. september 2011), er Hjördís Hildigunnur Friðjónsdóttir kennari, f. 21. júní 1955. Foreldrar hennar Friðjón Ingólfur Júlíusson frá Hrappsey á Breiðafirði, kennari, búfræðingur, f. 19. júlí 1912, d. 6. mars 1991, og kona hans Ester Ingeborg Júlíusson húsfreyja, f. 31. mars 1920 í Altuna Svíþjóð, d. 29. júní 2012.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.
  • Kennaratal á Íslandi. Ólafur Þ. Kristjánsson og fleiri. Prentsmiðjan Oddi 1958-1988.
  • Prestþjónustubækur.
  • Sigurður.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.