Hermann Gunnar Jónsson
Hermann Gunnar Jónsson rafvirkjameistari, rafiðnfræðingur fæddist 23. febrúar 1956 í Eyjum.
Foreldrar hans voru Jón Hjaltalín Hermundsson frá Strönd í V.-Landeyjum, sjómaður, f. 17. september 1923, d. 10. ágúst 2006, og kona hans Ása Magnúsdóttir frá Lambhaga við Vesturveg 19, húsfreyja, verkakona, f. 15. júlí 1931, d. 8. júlí 2002.
Börn Ásu og Jóns:
1. Hermann Gunnar Jónsson rafvirkjameistari í Þorlákshöfn, rekur fyrirtækið Rafvör, f. 23. febrúar 1956. Kona hans Emma K. Garðarsdóttir.
2. Magnús Rúnar Jónsson verslunarmaður í Kópavogi, f. 18. febrúar 1958. Kona hans Auður Gunnarsdóttir.
Hermann var með foreldrum sínum, á Hásteinsvegi 52 við Gos 1973.
Hann lærði rafvirkjun í Iðnskólanum í Reykjavík, lauk sveinsprófi 1978. Meistari hans var Gunnar Bachmann. Hann lærði í Tækniskólanum, varð rafiðnfræðingur 1981.
Hermann rekur eigið fyrirtæki, Rafvör hf. í Þorlákshöfn.
Þau Emma Katrín giftu sig 1981, eignuðust eitt barn. Þau búa við Lyngberg í Þorlákshöfn.
I. Kona Hermanns Gunnars, (6. júní 1981), er Emma Katrín Garðarsdóttir húsfreyja, hússtjórnarkennari, f. 19. ágúst 1955 í Þorlákshöfn. Foreldrar hennar Uni Garðar Karlsson sjómaður, f. 28. nóvember 1928 á Selási í V.-Hún., d. 15. mars 2022, og kona hans Sigríður Gyða Sigurðardóttir húsfreyja, f. 16. júní 1928 á Stokkseyri, d. 8. febrúar 2001.
Barn þeirra:
1. Halldór Garðar Hermannsson kennari, fyrrv. landsliðsmaður í körfubolta, f. 21. febrúar 1997. Sambúðarkona Katla Rún Garðarsdóttir.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Íslendingabók.
- Prestþjónustubækur.
- Rafvirkjatal. Ritstjóri: Þorsteinn Jónsson, Gunnar Guðmundsson og fleiri. Þjóðsaga hf. 1995.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.