Sigþór Óskarsson

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 22. maí 2023 kl. 15:22 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 22. maí 2023 kl. 15:22 eftir Viglundur (spjall | framlög) (Ný síða: thumb|200px|''Sigþór Óskarsson. '''Sigþór Óskarsson''' rafvirki fæddist 14. apríl 1953 í Eyjum.<br> Foreldrar hans voru Óskar Jónsson rennismiður, vélstjóri, kennari, f. 3. september 1910, d. 2. ágúst 1991, og kona hans Sigurbjörg Þorsteinsdóttir frá Sæbergi, húsfreyja, f. 12. janúar 1915, d. 8. nóvember 1990. Börn Sigurbjargar og Óskars:<b...)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit
Sigþór Óskarsson.

Sigþór Óskarsson rafvirki fæddist 14. apríl 1953 í Eyjum.
Foreldrar hans voru Óskar Jónsson rennismiður, vélstjóri, kennari, f. 3. september 1910, d. 2. ágúst 1991, og kona hans Sigurbjörg Þorsteinsdóttir frá Sæbergi, húsfreyja, f. 12. janúar 1915, d. 8. nóvember 1990.

Börn Sigurbjargar og Óskars:
1. Helga Óskarsdóttir, f. 29. október 1942 á Brekku.
2. Friðþjófur Valgeir Óskarsson bankastarfsmaður, f. 19. apríl 1944 á Sunnuhvoli, d. 30. nóvember 2010 .
3. Gróa Stella Óskarsdóttir, f. 24. janúar 1949 á Sunnuhvoli.
4. Sigþór Óskarsson, f. 14. apríl 1953 á Sunnuhvoli.

Sigþór lærði rafvirkjun í Iðnskólanum á Suðurnesjum, lauk sveinsprófi 1976. Meistari var Ingólfur Bárðarson. Hann lauk einkaflugmannsprófi hjá Suðurflugi 1973, fékk löggildingu í rafiðn í Fjölbrautarskóla Suðurnesja 1978.
Hann vann hjá Njarðvíkurbæ 1970-1971, hjá Gluggaverksmiðjunni Ramma í 6 mánuði, þá í rafvirkjun til 1976, vann síðan hjá Varnarliðinu til 2006. Hann vinnur hjá Rafmiðlun í Reykjavík.
Sigþór sat í stjórn Rafiðnaðarfélags Suðurnesja, sambandsstjórn Rafiðnaðarsambands Íslands og verið varamaður í miðstjórn þess.
Hann eignaðist barn með Jónínu Maríu 1972.
Þau Hjördís giftu sig 1980, eignuðust þrjú börn. Þau búa í Reykjanesbæ.

I. Barnsmóðir Sigþórs er Jónína María Kristjánsdóttir, f. 11. ágúst 1954 í Reykjavík.
Barn þeirra:
1. Matthildur Sigþórsdóttir húsfreyja, f. 28. desember 1972. Maður hennar Ragnar Borgþór Ragnarsson.

II. Kona Sigþórs, (4. september 1980), er Hjördís Lúðvíksdóttir húsfreyja, verslunarmaður, f. 18. júní 1953 í Keflavík. Foreldrar hennar Lúðvík H. Kjartansson trésmiður í Keflavík. f. 20. apríl 1924 á Hellissandi, d. 15. september 1994, og kona hans María Guðmannsdóttir húsfreyja, f. 19. febrúar 1924 í Sandgerði, d. 4. júní 1996.
Börn þeirra:
2. Berglind Birmingham Sigþórsdóttir flugfreyja, f. 31. ágúst 1976. Maður hennar Brenton Birmingham.
3. Telma Sigþórsdóttir flugfreyja, f. 26. maí 1981. Maður hennar Sigurður Markús Grétarsson.
4. Óskar Sigþórsson verkfræðingur, f. 18. nóvember 1987. Sambúðarkona hans Guðrún Harpa Atladóttir.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.
  • Prestþjónustubækur.
  • Rafvirkjatal. Ritstjóri: Þorsteinn Jónsson, Gunnar Guðmundsson og fleiri. Þjóðsaga hf. 1995.
  • Sigþór.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.