Victor Jacobsen (bræðslustjóri)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 9. maí 2023 kl. 11:04 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 9. maí 2023 kl. 11:04 eftir Viglundur (spjall | framlög) (Ný síða: '''Jóhann ''Victor'' Jacobsen''' sjómaður, skipstjóri, útgerðarmaður, bræðslustjóri fæddist 15. júní 1878 í Finnlandi og lést 2. nóvember 1956.<br> Victor var sjómaður, skipstjóri, útgerðarmaður og lifrarbræðslumaður í Eyjum, stofnaði til bræðslu á Ingólfsfirði. Hann var síðar bræðslumaður í Reykjavík.<br> Þau Kristín giftu sig 1919, eignuðust þrjú börn. Þau bjuggu á Eiðinu og á Sæbóli við Strandveg 50. Þau f...)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit

Jóhann Victor Jacobsen sjómaður, skipstjóri, útgerðarmaður, bræðslustjóri fæddist 15. júní 1878 í Finnlandi og lést 2. nóvember 1956.

Victor var sjómaður, skipstjóri, útgerðarmaður og lifrarbræðslumaður í Eyjum, stofnaði til bræðslu á Ingólfsfirði. Hann var síðar bræðslumaður í Reykjavík.
Þau Kristín giftu sig 1919, eignuðust þrjú börn. Þau bjuggu á Eiðinu og á Sæbóli við Strandveg 50. Þau fluttu til Reykjavíkur um 1929, bjuggu við Laugaveg 101.
Victor lést 1956 og Kristín 1975.

I. Kona Victors, (18. september 1919), var Kristín Benedikta Jóhannesdóttir húsfreyja, f. 7. mars 1892 í Reykjavík, d. 24. júlí 1975.
Börn þeirra:
1. Victor Kristján Jakobsen skipstjóri á hafnarbátnum í Reykjavík, f. 20. júlí 1918 á Eiðinu, d. 12. desember 1991. Barnsmóðir hans Ingibjörg Jóhannsdóttir. Kona hans Hildur Ísfold Steingrímsdóttir.
2. Leander Jakobsen bifreiðastjóri í Reykjavík, f. 4. ágúst 1921 á Sæbóli, d. 14. ágúst 1971. Fyrrum kona hans Fríða Jóhannesdóttir. Fyrrum kona hans Elín Guðmundsdóttir. Barnsmóðir hans Natalin Höy.
3. Joel Blomquist Jakobsen íþróttakennari, ökukennari, húsvörður, f. 15. apríl 1924 á Sæbóli, d. 26. maí 1991. Kona hans Málfríður Bergljót Jónsdóttir.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.
  • Manntöl.
  • Morgunblaðið 19. desember 1991. Minning Victors K. Jacobsen.
  • Prestþjónustubækur.
  • Steingrímur.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.