Guðmundur Þ. B. Ólafsson

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 3. apríl 2023 kl. 11:49 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 3. apríl 2023 kl. 11:49 eftir Viglundur (spjall | framlög) (Ný síða: '''Guðmundur Þorlákur Bjarni Ólafsson''' rekstarstjóri fæddist 27. nóvember 1947 á Bræðraborgarstíg í Reykjavík.<br> Foreldrar hans voru Ólafur Kristján Guðmundsson húsasmíðameistari, f. 16. júní 1928, d. 14. júlí 2007 og kona hans Sigríður Þóra Magnúsdóttir húsfreyja, verslunarmaður, f. 28. júlí 1929, d. 24. maí 2000. Guðmundur var með foreldrum sínum.<br> Hann lauk gagnfræðaprófi í Gagnfræðaskóla Vesturbæjar, stundaði nám í I...)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit

Guðmundur Þorlákur Bjarni Ólafsson rekstarstjóri fæddist 27. nóvember 1947 á Bræðraborgarstíg í Reykjavík.
Foreldrar hans voru Ólafur Kristján Guðmundsson húsasmíðameistari, f. 16. júní 1928, d. 14. júlí 2007 og kona hans Sigríður Þóra Magnúsdóttir húsfreyja, verslunarmaður, f. 28. júlí 1929, d. 24. maí 2000.

Guðmundur var með foreldrum sínum.
Hann lauk gagnfræðaprófi í Gagnfræðaskóla Vesturbæjar, stundaði nám í Iðnskólanum í Reykjavík, lærði húsasmíði hjá föður sínum, varð sveinn 1967 og fékk meistararéttindi 1970.
Guðmundur var í sveit þrjú sumur, bar út blöð, var sendill í nokkrum verslunum, vann í Fóðurblöndunni við Laugaveg, hjá Pípuverksmiðjunni við Rauðarárstíg, í Hraðfrystistöðinni og víðar. Hann stundaði smíðar í Reykjavík til 1969.
Guðmundur flutti til Eyja 1969. Þar stundaði hann smíðar til 1980, en stundaði smíðar í Álverinu í Straumsvík í hálft ár í Gosinu 1973.
Hann sat í bæjarstjórn Eyjanna fyrir Alþýðuflokkinn frá 1978, en var varabæjarfulltrúi 1982-1986, bæjarfulltrúi fyrir Vestmannaeyjalistann 1994-1998, fulltrúi Alþýðuflokksins, var formaður bæjarráðs 1979-1981.
Guðmundur var æskulýðsfulltrúi í Eyjum 1980, þá æskulýðs- og íþróttafulltrúi, síðan tómstundafulltrúi Bæjarins. Hann var eftirlitsmaður fasteigna Bæjarins frá 1999 og frá árslokum 2005 hefur hann verið rekstrarstjóri Þjónustumiðstöðvar Vestmannaeyja og eftirlitsmaður fasteigna Bæjarins.
Guðmundur sat í stjórn Bæjarveitna, í stjórn Herjólfs, í stjórn Náttúrustofu Suðurlands, sat í stjórn Alþýðuflokksins í mörg ár og gegndi fleiri trúnaðarstörfum fyrir flokkinn, var formaður stjórnar Viðlagatryggingar Íslands 1991-1995, varamaður í stjórn Útvegsbanka Íslands, var formaður Týs 1975-1978, formaður ÍBV 1985-1988 og var forseti Kiwanisklúbbsins Helgafells 1977-1978.
Hann var ritstjóri Brautarinnar um skeið, var íþróttafréttaritari Vísis í Eyjum og íþróttafréttaritari RÚV í Eyjum.
Þau Þuríður giftu sig 1967, eignuðust fjögur börn. Þau bjuggu á Illugagötu 14, búa í Hrauntúni 6.

ctr
Guðmundur Þuríður og börn.

I. Kona Guðmundar, (13. maí 1967), er Þuríður Kristín Kristleifsdóttir húsfeyja, ritari, f. 24. júlí 1949.
Börn þeirra:
1. Jóna Sigríður Guðmundsdóttir húsfreyja, f. 23. september 1966. Maður hennar Viðar Hjálmarsson.
2. Kristleifur Guðmundsson sjómaður, f. 8. október 1969. Sambúðarkona hans Hildur Jónasdóttir.
3. Sigþóra Guðmundsdóttir húsfreyja, starfsmaður ÍBV, f. 25. september 1974. Maður hennar Geir Reynisson.
4. Ólafur Kristján Guðmundsson sjómaður, f. 27. október 1979. Sambúðarkona hans Sunna Sigurjónsdóttir.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.