Halldór Pálsson (vélstjóri)
Halldór Pálsson vélstjóri, bifreiðastjóri, verkamaður fæddist 10. apríl 1939 á Siglufirði og lést 29. september 2014.
Foreldrar hans voru Páll Guðni Guðmundsson sjómaður verkamaður á Siglufirði og Suðureyri við Súgandafjörð, f. 6. janúar 1912, d. 27. nóvember 1983, og Guðrún Bjarnadóttir á Siglufirði, síðar Tingvold í Danmörku, f. 28. september 1914, d. 14. febrúar 2008.
Halldór var lengi vélstjóri á Glófaxa VE 300, var bifreiðastjóri og síðar vann hann hjá Trausta Marinóssyni.
Þau Dóra Guðríður giftu sig 1962, eignuðust tvö börn, bjuggu á Sóleyjargötu 3 1967, en Brekkugötu 3 1972 og þar bjuggu þau síðan.
Dóra Guðríður lést 2004 og Halldór 2014.
I. Kona Halldórs, (3. febrúar 1962), var Dóra Guðríður Svavarsdóttir húsfreyja, f. 12. maí 1942 á Litlu-Grund, d. 3. febrúar 2004.
Börn þeirra:
1. Aðalheiður Halldórsdóttir húsfreyja, f. 16. október 1957, d. 6. maí 2018. Sambúðarmaður Ævar Rafn Þórisson.
2. Hafþór Halldórsson sjómaður, vélfræðingur, f. 3. apríl 1967. Sambúðarkona hans Sigríður Vigdís Ólafsdóttir.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Íslendingabók.is.
- Morgunblaðið 7. febrúar 2004. Minning Dóru.
- Prestþjónustubækur.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.