Sigurjón F. Jónsson (símritari)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 11. júlí 2022 kl. 16:18 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 11. júlí 2022 kl. 16:18 eftir Viglundur (spjall | framlög) (Ný síða: thumb|200px|''Sigurjón Jónsson. '''Sigurjón Friðþjófur Jónsson''' símritari, loftskeytamaður, loftsiglingafræðingur, flugumsjónarmaður fæddist 6. apríl 1925 í Reykjavík og lést 8. desember 2000.<br> Foreldrar hans voru Jón K. Sigurjónsson prentari frá Njarðvík eystri, f. 10. apríl 1885, d. 19. nóvember 1956, og kona hans Sína Ingimundardóttir húsfreyja, f. 11. apríl 1889 á Sörlastöðum í Seyðisfirði eystr...)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit
Sigurjón Jónsson.

Sigurjón Friðþjófur Jónsson símritari, loftskeytamaður, loftsiglingafræðingur, flugumsjónarmaður fæddist 6. apríl 1925 í Reykjavík og lést 8. desember 2000.
Foreldrar hans voru Jón K. Sigurjónsson prentari frá Njarðvík eystri, f. 10. apríl 1885, d. 19. nóvember 1956, og kona hans Sína Ingimundardóttir húsfreyja, f. 11. apríl 1889 á Sörlastöðum í Seyðisfirði eystri, d. 17. nóvember 1960.

Sigurjón lauk loftskeytaprófi 1946 og prófi í loftsiglingafræði 1958.
Hann var símritari og loftekeytamaður í Eyjum 1946-1961, loftsiglingafræðingur hjá Loftleiðum 1961-1972 og flugumsjónarmaður hjá Flugleiðum til ársins 1992.
Þau Ragnheiður giftu sig 1949, eignuðust fimm börn. Þau bjuggu á Strandbergi við Strandveg 39a og á Hólagötu 29, fluttu til Reykjavíkur 1961, bjuggu síðast á Otrateigi 38.
Sigurjón lést árið 2000.
Ragnheiður býr við Sóltún í Reykjavík.

I. Kona Sigurjóns, (17. desember 1949), er Ragnheiður Sigurðardóttir frá Stakkagerði, húsfreyja, lyfjatæknir, f. 20. mars 1929.
Börn þeirra:
1. Jón Ari Sigurjónsson vélvirki í Kanada, f. 26. janúar 1952. Barnsmóðir hans Lovísa Gísladóttir. Kona hans Sigríður Oddný Gunnlaugsdóttir.
2. Matthildur Sigurjónsdóttir húsfreyja, læknaritari, háskólanemi, f. 21. janúar 1957, d. 7. mars 2011. Maður hennar Börkur Bragi Baldvinsson.
3. Íris Ólöf Sigurjónsdóttir húsfreyja, textílforvörður, textíllistamaður, kennari textílsögu, fyrrum safnstjóri á Hvoli á Dalvík, f. 29. september 1958. Fyrrum maður hennar Jón Árnason. Maður hennar Hjörleifur Hjartarson.
4. Frosti Sigurjónsson rekstrarhagfræðingur, f. 19. desember 1962. Kona hans Auður Svanhvít Sigurðardóttir.
5. Sigurjón Ragnar Sigurjónsson ljósmyndari, f. 15. mars 1967. Barnsmóðir hans Ólöf Reynisdóttir. Sambúðarkona Steinunn Þorsteinsdóttir.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.