Bjarnhildur Einarsdóttir

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 21. maí 2022 kl. 14:14 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 21. maí 2022 kl. 14:14 eftir Viglundur (spjall | framlög) (Ný síða: '''Bjarnhildur Einarsdóttir''' húsfreyja fæddist 11. janúar 1890 á Krossi í A.-Landeyjum og lést 30. október 1963.<br> Foreldrar hennar voru Einar Guðmundsson bóndi, f. 19. janúar 1849 að Rauðafelli u. Eyjafjöllum, d. 14. nóvember 1929, og kona hans Sigurrún Björnsdóttir frá Bergþórshvoli í V.-Landeyjum, húsfreyja, f. 18. maí 1845, d. 18. mars 1917. Börn Sigurrúnar og Einars í Eyjum:<br> 1. Elín Einarsdóttir húsf...)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit

Bjarnhildur Einarsdóttir húsfreyja fæddist 11. janúar 1890 á Krossi í A.-Landeyjum og lést 30. október 1963.
Foreldrar hennar voru Einar Guðmundsson bóndi, f. 19. janúar 1849 að Rauðafelli u. Eyjafjöllum, d. 14. nóvember 1929, og kona hans Sigurrún Björnsdóttir frá Bergþórshvoli í V.-Landeyjum, húsfreyja, f. 18. maí 1845, d. 18. mars 1917.

Börn Sigurrúnar og Einars í Eyjum:
1. Elín Einarsdóttir húsfreyja, f. 26. maí 1882, d. 26. febrúar 1930.
2. Bjarnhildur Einarsdóttir húsfreyja, f. 11. janúar 1890, d. 30. október 1963.

Bjarnhildur var með foreldrum sínum í æsku, á Krossi til 1899 og Efra-Hólakoti u. Eyjafjöllum 1901 og 1910.
Þau Lúðvík giftu sig 1915 u. Eyjafjöllum, fluttu til Eyja á því ári. Þau eignuðust tvö börn, Sigrúnu á Grundarbrekku við Skólaveg 11 1916 og Jónas í Reykholti eldra við Urðaveg 1919. Þau bjuggu síðan í Skógum við Bessastíg, á Sólheimum við Njarðarstíg, lengi í Langa-Hvammi við Kirkjuveg 41. Þau Lúðvík bjuggu síðast á Vestmannabraut 72.
Bjarnhildur lést 1963 í Eyjum og Lúðvík 1973 á Akureyri.

I. Maður Bjarnhildar, (25. júlí 1915), var Lúðvík Júlíus Hjörtþórsson frá Einarshöfn á Eyrarbakka, verkamaður, verkstjóri, f. 5. júlí 1892, d. 13. október 1973.
Börn þeirra:
1. Sigrún Lúðvíksdóttir, f. 9. apríl 1916 á Grundarbrekku, d. 5. september 2003.
2. Jónas St. Lúðvíksson, f. 6. mars 1919 í Reykholti, d. 2. maí 1973.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.