Guðbjörg Bernharðsdóttir (Ofanleiti)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 30. desember 2021 kl. 12:41 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 30. desember 2021 kl. 12:41 eftir Viglundur (spjall | framlög) (Ný síða: '''Guðbjörg Bernharðsdóttir Ingimundson''' frá Fljótshólum í Gaulverjabæ, húsfreyja í Selkirk og í Winnipeg fæddist 7. september 1867 og lést 25. júní 1944. <br> For...)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit

Guðbjörg Bernharðsdóttir Ingimundson frá Fljótshólum í Gaulverjabæ, húsfreyja í Selkirk og í Winnipeg fæddist 7. september 1867 og lést 25. júní 1944.
Foreldrar hennar voru Bernharð Vigfússon bóndi á Fljótshólum í Flóa, f. 16. ágúst 1832 í Rútsstaðahjáleigu, d. 17. desember 1918 í Hlíð í Garðahreppi, Gull., og kona hans Róbjörg Oddsdóttir húsfreyja, f. 1. ágúst 1839 í Flóa, d. 14. mars 1889.

Guðbjörg var með foreldrum sínum á Fljótshólum 1880. Hún var vinnukona hjá séra Oddgeiri Guðmundsen í Kálfholti í Ásahreppi og flutti með honum að Ofanleiti 1890. Hún var vinnukona á Ofanleiti 1890.
Þau Guðjón giftu sig 1892, eignuðust fjögur börn. Þau fluttu til Vesturheims 1892, bjuggu í Selkirk og Winnipeg.
Guðbjörg lést 1944 og Guðjón 1948.

I. Maður Guðbjargar, (7. maí 1892), var Guðjón Ingimundarson (Ingimundson) frá Draumbæ, trésmíðameistari, f. 30. júní 1867, d. 10. desember 1948.
Börn þeirra:
1. Emma Guðjónsdóttir Briem, húsfreyja í Riverton í Manitoba, f. 9. september 1892. Maður hennar Sigtryggur Hafsteinn Jóhannsson Briem, bóndi og vegavinnustjóri í Riverton.
2. Ingibjörg Guðjónsdóttir Ingimundson, f. um 1895 í Winnipeg.
3. Kristmundur Guðjónsson Ingimundson, f. um 1897 í Winnipeg.
4. Jónína Guðjónsdóttir Ingimundson, f. um 1900 í Winnipeg.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.
  • Magnús Haraldsson.
  • Manntöl.
  • Morgunblaðið
  • Prestþjónustubækur.
  • Vesturfaraskrá 1870-1914. Júníus H. Kristinsson. Sagnfræðistofnun Háskóla Íslands 1983.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.