Helgi Unnar Egilsson

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 10. nóvember 2021 kl. 14:46 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 10. nóvember 2021 kl. 14:46 eftir Viglundur (spjall | framlög) (Ný síða: thumb|150px|''Helgi Unnar Magnússon. '''Helgi Unnar Egilsson''' frá Skarði í Djúpárhreppi, Rang, sjómaður, vélstjóri, verkstjóri fæddist...)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit
Helgi Unnar Magnússon.

Helgi Unnar Egilsson frá Skarði í Djúpárhreppi, Rang, sjómaður, vélstjóri, verkstjóri fæddist 15. júlí 1929 og lést 3. maí 2003 á Landspítalanum.
Foreldrar hans voru Egill Friðriksson bóndi, f. 15. febrúar 1901 í Hávarðarkoti í Djúpárhreppi, d. 27. febrúar 1987 í Reykjavík, og kona hans Friðbjörg Helgadóttir frá Skarði, húsfreyja, f. þar 27. janúar 1902, 27. október 1979.

Börn Friðbjargar og Egils:
1. Unnur Egilsdóttir, f. 15. maí 1926, d. 13. júní 1926.
2. Málfríður Fanney Egilsdóttir húsfreyja í Skarði, f. apríl 1928. Maður hennar Grettir Jóhannesson Albertssonar bóndi, f. 11. febrúar 1927, d. 12. apríl 2000.
3. Helgi Unnar Egilsson sjómaður, vélstjóri, verkstjóri, f. 15. júlí 1929, d. 3. maí 2003.

Helgi Unnar var með foreldrum sínum í æsku, en var við sjómennsku í Eyjum frá fjórtán ára aldri.
Hann varð vélstjóri í Eyjum 1964.
Helgi Unnar var sjómaður til 1968, vann hjá Fiskiðjunni til Goss 1973.
Fjölskyldan flutti til Keflavíkur og þar vann Helgi hjá Íslenskum aðalverktökum, var verkstjóri til ársins 1997.
Þau Guðríður Steinþóra giftu sig 1957, eignuðust þrjú börn. Þau bjuggu á Hólagötu 38 og síðar Fjólugötu 8.
Guðríður Steinþóra lést 1995 og Helgi Unnar 2003.

I. Kona Helga Unnars, (8. júní 1957), var Guðríður Steinþóra Magnúsdóttir frá Lambhaga, húsfreyja, f. 11. júlí 1937, d. 2. september 1995.
Börn þeirra:
1. Friðbjörg Helgadóttir húsfreyja, f. 19. febrúar 1957. Maður hennar Árni Björgvinsson.
2. Guðrún Helgadóttir húsfreyja, f. 27. apríl 1958. Maður hennar Friðbjörn Björnsson.
3. Þorsteinn Helgason, f. 22. apríl 1968. Kona hans Sigurbjört Kristjánsdóttir.

II. Sambúðarkona Helga er Sigurbjörg Jóna Árnadóttir.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Holtamannabók III – Djúpárhreppur. Valgeir Sigurðsson og fleiri. Ritstjórn: Ragnar Böðvarsson. Rangárþing ytra 2010.
  • Íbúaskrá Vestmannaeyja 1972.
  • Íslendingabók.is.
  • Morgunblaðið 9. maí 2003. Minning.
  • Prestþjónustubækur.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.