Haraldur Ottó Auðunsson

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 10. júní 2021 kl. 11:02 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 10. júní 2021 kl. 11:02 eftir Viglundur (spjall | framlög) (Ný síða: '''Haraldur Ottó Auðunsson''' sjómaður, vélstjóri fæddist 9. janúar 1922 í Reykjavík og lést 17. janúar 1997.<br> Foreldrar hans voru Auðunn Oddsson og Steinunn Sig...)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit

Haraldur Ottó Auðunsson sjómaður, vélstjóri fæddist 9. janúar 1922 í Reykjavík og lést 17. janúar 1997.
Foreldrar hans voru Auðunn Oddsson og Steinunn Sigríður Gestsdóttir.

Börn Steinunnar Sigríðar og Auðuns:
1. Gestur Auðunsson, f. 23. júní 1915, d. 18. desember 1999.
2. Sigurjón Auðunsson, f. 4. apríl 1917, d. 20. febrúar 2004.
3. Haraldur Ottó, f. 9. janúar 1922, d. 17. janúar 1997.
4. Bárður Auðunsson, f. 2. nóvember 1925, d. 10. desember 1999.
5. Bergþór Kjartan Auðunsson, f. 8. maí 1923, d. 13. október 2009.
6. Magnea Erna Auðunsdóttir, f. 22. desember 1929, d. 23. júní 2019.

Haraldur var með foreldrum sínum í æsku, í Reykjavík og á Sólheimum.
Hann varð vélstjóri til sjós.
Hann var ókvæntur og barnlaus, bjó síðast á Hringbraut 50 í Reykjavík.
Hann lést 1997.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.