Hjördís Sigurbergsdóttir (ljósmóðir)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 27. febrúar 2021 kl. 17:29 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 27. febrúar 2021 kl. 17:29 eftir Viglundur (spjall | framlög) (Ný síða: '''Hjördís Sigurbergsdóttir''' ljósmóðir, kaupmaður fæddist 25. desember 1952 í Reykjavík.<br> Foreldrar hennar voru Sigurbergur Sveinsson viðskiptafræðingur, f. 15. apr...)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit

Hjördís Sigurbergsdóttir ljósmóðir, kaupmaður fæddist 25. desember 1952 í Reykjavík.
Foreldrar hennar voru Sigurbergur Sveinsson viðskiptafræðingur, f. 15. apríl 1933 og kona hans Ingibjörg Gísladóttir húsfreyja, f. 10. september 1934.

Hjördís lauk ljósmæðraprófi í Ljósmæðraskóla Íslands 30. september 1975, endurhæfingarnámskeiði á Landspítalanum 1980, nam við Húsmæðraskólann á Laugarvatni 1969-1970.
Hún vann ritarastörf hjá Loftleiðum í New York 1970-1971, var ljósmóðir í Eyjum 1. október 1975-2. október 1982, á fæðingadeild Landspítalans frá 1. október 1982-2011.
Hjördís hefur rekið garnverslun í Fjarðarkaupum í Hafnarfirði frá 2011.
Þau Þór hófu sambúð, eignuðust eitt barn. Þau bjuggu við Heiðarveg 11 og á Ásavegi 23. Þau skildu.
Þau Ingvar giftu sig 1996. Þau búa á Fagrabergi 26 í Hafnarfirði.

I. Fyrrum sambúðarmaður Hjördísar er Þór Engilbertsson húsasmíðameistari í Eyjum, f. 16. apríl 1954.
Barn þeirra:
1. Ottó Þórsson tannlæknir í Danmörku, f. 11. ágúst 1977. Kona hans Steinunn Þóra Guðnýjardóttir.

II. Maður Hjördísar, (8. júní 1996), er Ingvar S. Jónsson íþróttakennari, íþróttafulltrúi, f. 20. október 1951. Foreldrar hans voru Jón Örn Ingvarsson yfirvélstjóri, f. 9. júní 1919, d. 30. september 1995, og kona hans Guðbjörg Guðmundsdóttir húsfreyja, f. 2. október 1925, d. 6. janúar 2002.
Þau eru barnlaus.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Hjördís.
  • Ljósmæður á Íslandi 1-2. Ritstjóri Björg Einarsdóttir. Ljósmæðrafélag Íslands 1984.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.


..