Jóhann Antonsson Bjarnasen
Jóhann Antonsson Bjarnasen kaupmaður fæddist 26. júní 1885 í Frydendal og lést 24. september 1953.
Foreldrar hans voru Anton Gísli Emil Pétursson Bjarnasen verslunarstjóri, f. 6. desember 1864, d. 21. mars 1916, og sambýliskona hans Guðrún Jónsdóttir, þá vinnukona í Frydendal, síðar bústýra hans á Vilborgarstöðum, f. 1864, d. 10. nóvember 1890.
Jóhann var námsmaður í Reykjavík 1901, bókhaldari hjá Ólafi Arinbjarnarsyni verslunarstjóra Brydeverslunar í Borgarnesi 1910.
Hann flutti frá Borgarnesi til Eyja 1911.
Þau Hansína giftu sig 1916, bjuggu í Dagsbrún 1918. Jóhann var útgerðarmaður og „skrifari“ í Laufási 1920 með Hansínu og börnunum Antoni Gísla Emil og Jóhönnu Maríu.
Þau Hansína byggðu húsið við Brekastíg 32 1929-1930 og þar bjuggu þau síðan.
Kona Jóhanns, (1916), var Hansína Gunnarsdóttir Bjarnasen húsfreyja, f. 11. mars 1887, d. 2. nóvember 1973.
Börn þeirra hér:
1. Anton Gísli Emil Jóhannsson Bjarnasen, f. 30. ágúst 1918 í Dagsbrún, d. 23. júlí 1994.
2. Jóhanna María Jóhannsdóttir Bjarnasen, f. 19. nóvember 1919 í Laufási, d. 15. júní 1972.
3. Gunnar Jóhannes Jóhannsson Bjarnasen, f. 10. september 1922 í Laufási, d. 9. nóvember 1987.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Garður.is.
- Íslendingabók.is.
- Manntöl.
- Prestþjónustubækur.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.