Helgi Benediktsson
Helgi Benediktsson fæddist 3. desember 1899 og lést 8. apríl 1971. Helgi bjó meðal ananrs á Heiðarvegi og í Hábæ.
Helgi var afkastamikill útgerðarmaður, meðal annars með Skaftfelling og Skíðblaðni. Hann var einn af stofnendum Vinnslustöðvarinnar og sat í fyrstu stjórn félagsins. Helgi sat í stjórn Sparisjóðs Vestmannaeyja frá 1943–1958.
Helgi rak einnig byggingar- og útgerðarverslun, lengst af í Vosbúð.
Heiðarvegi 20 hábær