Grímur Grímsson (Reynifelli)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 22. desember 2020 kl. 13:49 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 22. desember 2020 kl. 13:49 eftir Viglundur (spjall | framlög) (Ný síða: '''Grímur Theodór Grímsson''' frá Hegranesi í Skagafirði, verkamaður, síðar bústjóri í Reykjavík fæddist 13. mars 1890 á Þorgeirsbrekku á Höfðaströnd og lést 3. a...)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit

Grímur Theodór Grímsson frá Hegranesi í Skagafirði, verkamaður, síðar bústjóri í Reykjavík fæddist 13. mars 1890 á Þorgeirsbrekku á Höfðaströnd og lést 3. apríl 1964.
Foreldrar hans voru Grímur Grímsson bóndi, f. 28. janúar 1858 að Egg í Hegranesi, drukknaði í Vesturósi Héraðsvatna 9. júní 1894, og kona hans Theodóra Guðmundsdóttir húsfreyja, f. 13. nóvember 1862 á Felli í Sléttuhlíð, Skagaf., d. 15. maí 1945 í Reykjavík.

Grímur var með foreldrum sínum á Þorgeirsbrekku 1890. Faðir hans drukknaði er Grímur var á fimmta árinu.
Hann var niðursetningur í Nýjabæ í Reykjavíkursókn 1901, var vinnuhjú þar 1910, var vinnuhjú í Varmadal á Rangárvöllum 1920.
Hann fluttist frá Heiði á Rangárvöllum til Eyja 1924.
Grímur átti barn með Hólmfríði í Reykjavík 1913, með Ágústu 1918 og Ólafíu 1923.
Þau Jónína giftu sig 1925, eignuðust tvö börn. Þau bjuggu í Sjávarborg 1924, í Varmadal við giftingu og 1926, síðar á Reynivöllum við Kirkjuveg 66 1930 og 1935, en farin þaðan 1936.
Þau bjuggu lengst í Laugarholti við Laugarásveg í Reykjavík, en síðast á Laugavegi 137 í Reykjavík.
Grímur lést 1964 og Jónína 1974.

I. Barnsmóðir Gríms var Hólmfríður Jónsdóttir frá Bakkakoti í Garðasókn á Akranesi, húsfreyja, f. 19. janúar 1891, d. 9. júní 1964.
Barn þeirra:
1. Hilmar Hafsteinn Grímsson innheimtugjaldkeri hjá Rafmagnsveitru Reykjavíkur, f. 5. apríl 1913 í Reykjavík, d. 28. ágúst 2001. Kona hans Jóhanna Sigurjónsdóttir.

II. Barnsmóðir Gríms var Ágústa Magnúsdóttir frá Nauthóli í Reykjavík, síðar húsfreyja í Reykjavík, f. 8. ágúst 1895, d. 8. október 1933.
Barn þeirra:
2. Theódóra Magnea Stella Grímsdóttir húsfreyja, verslunarmaður, f. 31. janúar 1918 í Reykjavík, d. 24. apríl 2000. Maður hennar Hjálmtýr Guðvarðsson.

III. Barnsmóðir Gríms var Ólafía Hallfríður Einarsdóttir frá Sauðagerði í Reykjavík, f. 10. október 1883, d. 15. apríl 1935.
Barn þeirra:
3. Ólafur Theodór Grímsson, f. 20. desember 1923, d. 14. maí 2010.

IV. Kona Gríms, (2. janúar 1925), var Jónína Guðrún Ísleifsdóttir frá Nýjahúsi, húsfreyja, f. 19. febrúar 1902, d. 18. júní 1974.
Börn þeirra:
1. Steindór Þórarinn Grímsson bifreiðastjóri í Reykjavík, f. 31. desember 1924 í Sjávarborg, d. 28. maí 1997. Fyrrum kona hans Erla Guðjónsdóttir. Fyrrum kona hans Ása Guðrún Jónsdóttir.
2. Ísleif Þórey Grímsdóttir Doyle húsfreyja í Bandaríkjunum, f. 26. apríl 1926 í Varmadal, d. 31. maí 2011. Maður hennar Gerry Doyle.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.is.
  • Manntöl.
  • Prestþjónustubækur.
  • Skagfirskar æviskrár – Tímabilið 1890-1910, III.bók. Margir höfundar. Ritstjóri: Eiríkur Kristinsson. Sögufélag Skagfirðinga, Sauðárkróki 1964-1972.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.