Sigurður Ólafsson (Lyngbergi)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 28. október 2020 kl. 18:14 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 28. október 2020 kl. 18:14 eftir Viglundur (spjall | framlög) (Ný síða: '''Sigurður Ólafsson''' frá Lyngbergi, parketmaður, kaupmaður fæddist 2. júní 1945 á Lyngbergi.<br> Foreldrar hans voru Ólafur Önundarson sjómaður, skipstjóri, s...)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit

Sigurður Ólafsson frá Lyngbergi, parketmaður, kaupmaður fæddist 2. júní 1945 á Lyngbergi.
Foreldrar hans voru Ólafur Önundarson sjómaður, skipstjóri, síðar parketlagningamaður í Reykjavík, f. 21. september 1915, d. 27. júlí 1990, og kona hans Bergþóra Magnúsdóttir frá Bergholti, f. 10. maí 1910 í Norðurbúðarhjáleigu í A-Landeyjum, d. 5. desember 1997 í Reykjavík.

Sigurður var með foreldrum sínum í æsku, flutti með þeim til Reykjavíkur.
Hann vann við parketlagnir, stofnaði parketverslunina Parka ehf. ásamt öðrum og rak hana.
Síðustu árin hafa hjónin rekið gistiheimilisþjónustu að Giljalandi í Skaftártungu, V.-Skaft.

I. Kona Sigurðar, (19. ágúst 1967), er Þuríður Ágústa Jónsdóttir húsfreyja, gistiheimilisrekandi, f. 19. ágúst 1949. Foreldrar hennar voru Jón Þorkelsson frá Bjarka á Eskifirði, rafvirki í Vogum á Vatnsleysuströnd, f. 2. ágúst 1922 á Eskifirði, d. 8. febrúar 1998, og Sigríður Jónasdóttir frá Vetleifsholti á Rangárvöllum, húsfreyja, f. 17. febrúar 1925, d. 15. ágúst 2016.
Börn þeirra:
1. Anna Rakel Sigurðardóttir húsfreyja, ritari, bókari f. 17. febrúar 1967. Maður hennar Sigurjón Gylfason.
2. Helga Hjördís Sigurðardóttir, f. 27. apríl 1968, húsfreyja, rekur parketverslun í Danmörku. Sambýlismaður hennar Sigurður Frosti Þórðarson.

II. Barnsmóðir Sigurðar er Ásta Steingerður Geirsdóttir, f. 16. júlí 1953.
Börn þeirra:
1. Ýrr Sigurðardóttir hjúkrunarfræðingur, f. 26. febrúar 1977.
2. Sif Sigurðardóttir verkakona, býr í Danmörku, f. 26. febrúar 1977.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.is.
  • Manntöl.
  • Morgunblaðið 14. desember 1997. Minning Bergþóru.
  • Prestþjónustubækur.
  • Sigurður.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.