Guðríður Jónsdóttir (Viðey)
Guðríður Eyrún Jónsdóttir frá Viðey, húsfreyja fæddist þar 22. október 1936 og lést 4. júní 2014 á hjúkrunarheimilinu Grund.
Foreldrar hennar voru Jón Bachmann Ólafsson frá Flateyri, húsasmiður, f. 5. mars 1914, d. 15. júní 1978, og kona hans Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir frá Viðey, húsfreyja, kennari, sveitastjórnarmaður, f. 2. ágúst 1914 á Ytri-Hóli í Landeyjum, d. 26. apríl 2006 á hjúkrunarheimilinu Skógarbæ.
Guðríður var með foreldrum sínum í æsku.
Hún nam við Húsmæðraskólann í Hveragerði.
Þau Viggó giftu sig 1954, eignuðust fimm börn. Þau bjuggu í Hveragerði til ársins 1970, fluttust til Reykjavíkur og bjuggu þar í Ásgarði 75, en síðar í Grafarvogi.
Guðríður Eyrún lést 2014 og Viggó 2017.
I. Maður Guðríðar Eyrúnar, (22. október 1954), var Viggó Þorsteinsson bifvélavirki, verkstæðisformaður, tónlistarmaður, f. 7. janúar 1934, d. 20. nóvember 2017. Foreldrar hans voru Þorsteinn Georg Jónasson frá Hlíð á Vatnsnesi, V-Hún., fangavörður í Hveragerði, f. 23. ágúst 1903, d. 7. júlí 1986, og Ögn Sigfúsdóttir frá Ægissíðu í Vesturhópi, V-Hún., húsfreyja, f. 19. desember 1907, d. 18. apríl 2001.
Börn þeirra:
1. Guðrún Ágústa Viggósdóttir húsfreyja, f. 7. apríl 1955. Maður hennar Helgi Hólm Kristjánsson.
2. Rannveig Rúna Viggósdóttir húsfreyja, hárgreiðslumeistari, f. 1. júlí 1957. Maður hennar Gunnar Þórðarson.
3. Agnes Viggósdóttir húsfreyja, f. 21. ágúst 1959. Maður hennar Júlíus Þór Jónsson.
4. Salóme Herdís Viggósdóttir húsfreyja, f. 27. júlí 1962. Maður hennar Baldur Pétursson.
5. Jón Bachmann Viggósson, f. 25. janúar 1967.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Morgunblaðið 16. júní 2014. Minning.
- Prestþjónustubækur.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.