Sigurður Elís Sigurjónsson

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 1. september 2015 kl. 15:22 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 1. september 2015 kl. 15:22 eftir Viglundur (spjall | framlög) (Verndaði „Sigurður Elís Sigurjónsson“ (‎[edit=sysop] (ótiltekinn)))
Fara í flakk Fara í leit

Sigurður Elís Sigurjónsson sjómaður á Þórshöfn fæddist 3. september 1924 á Bólstað og lést 20. apríl 2004 á Þórshöfn.
Foreldrar hans voru Sigurjón Sigurðsson sjómaður, þá í Arnarnesi, síðar í Skipholti, f. 9. ágúst 1884, d. 4. september 1942, og bústýra hans og sambýliskona Þorgerður Sigurðardóttir, f. 30. október 1882, d. 3. desember 1960.

Sigurður Elís ólst upp með móður sinni og síðan foreldrum sínum í Arnarnesi og Skipholti, fluttist síðan með þeim til Þórshafnar.
Hann bjó þar á Vegamótum öll sín manndómsár, en að lokum á Dvalarheimilinu Nausti þar og lést þar 2004.

I. Kona hans, (23. mars 1952, skildu 1985), var Steinunn Birna Ingimarsdóttir húsfreyja, f. 9. október 1916, d. 11. desember 1991. Foreldrar hennar voru Ingimar Baldvinsson, f. 20. nóvember 1891, d. 30. janúar 1979, og Oddný Friðrikka Árnadóttir, f. 16. júlí 1893, d. 29. september 1977.
Þau voru barnlaus.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.