Lydia Anika Einarsdóttir

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 26. nóvember 2016 kl. 21:12 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 26. nóvember 2016 kl. 21:12 eftir Viglundur (spjall | framlög)
Fara í flakk Fara í leit

Lydia Anika Einarsdóttir frá Reynivöllum fæddist 13. ágúst 1912 á Reynivöllum og lést 20. apríl 1969.
Foreldrar hennar voru Einar Einarsson sjómaður á Reynivöllum, f. 14. ágúst 1881, d. 8. febrúar 1925, og kona hans Oktavía Kristín Pétursdóttir frá Þorlaugargerði, húsfreyja, f. 31. desember 1887, d. 8. desember 1944.

Lydia var með foreldrum sínum á Reynivöllum 1920 og 1921, en var að líkindum farin til Reykjavíkur 1922 og bjó þar.
Hún eignaðist Eddu með Andrési þar 1935.
Lydia lést 1969, var grafin í Eyjum.

I. Barnsfaðir hennar var Andrés Björnsson verkamaður í Reykjavík, f. 8. mars 1914, d. 9. maí 1981.
Barn þeirra var
1. Edda Einars Andrésdóttir húsfreyja í Grindavík, f. 27. júlí 1935 í Reykjavík, d. 6. desember 1999.

II. Maður Lydiu, (23. desember 1955), var Kristján Thorberg Tómasson sjómaður, f. 10. apríl 1916, d. 10. apríl 2001.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.