Júlíus Ingibergsson (Hjálmholti)
Júlíus Ingibergsson, Hjálmholti, fæddist í Vestmannaeyjum 17. júlí 1915. Foreldrar hans voru Ingibergur Hannesson og Guðjóna Pálsdóttir. Árið 1935 byrjaði Júlíus formennsku á Sæbjörgu en eftir það var hann með fleiri báta, meðal annars Karl, Vestra og Ingólf. Árið 1946 keypti hann, ásamt bróður sínum, Reyni I og síðar Reyni II þar sem hann var vélamaður.
Loftur Guðmundsson samdi formannsvísu um Júlíus árið 1944:
- Júlíus Vestra að veiðiför
- vel til afla reiðir
- með þreki og festu, fár á svör
- fæst ei um allra leiðir.
Heimildir
- Sjómannablaðið Víkingur. Farmanna- og Fiskimannasamband Íslands.
- Sjómannadagsblað Vestmannaeyja. 1994.