Helgi Tómasson
Helgi Tómasson er fæddur og uppalinn í Vestmannaeyjum.
Helgi hóf nám í ballet þegar hann var 15 ára gamall í Kaupmannahöfn. Tveimur árum síðar fór hann til New York þar sem ferill hans sem atvinnudansara hófst, fyrst hjá Joffrey Ballet og síðar Harkness Ballet.
Í fyrstu alþjóðlegu balletkeppninni sem haldin var í Moskvu árið 1969 hafnaði Helgi í öðru sæti á eftir Mikhail Baryshnikov.
Fljótlega eftir þetta var Helgi ráðinn til New York City Ballet og dansaði þar við frábæran orðstír í hálfan annan áratug. Hann varð svo stjórnandi hjá San Francisco Ballet fyrir tuttugum árum og hefur lyft þar grettistaki.