Helgi Tómasson

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Helgi

Helgi Tómasson fæddist 8. október 1942 í Vestmannaeyjum. Foreldrar hans voru Tómas Snorrason bakarameistari og Dagmar Helgadóttir.

Helgi hóf nám í ballet þegar hann var 15 ára gamall í Kaupmannahöfn. Tveimur árum síðar fór hann til New York þar sem ferill hans sem atvinnudansara hófst, fyrst hjá Joffrey Ballet og síðar Harkness Ballet.

Í fyrstu alþjóðlegu balletkeppninni sem haldin var í Moskvu árið 1969 hafnaði Helgi í öðru sæti á eftir Mikhail Baryshnikov.

Fljótlega eftir þetta var Helgi ráðinn til New York City Ballet og dansaði þar við frábæran orðstír í hálfan annan áratug. Hann varð svo stjórnandi hjá San Francisco Ballet fyrir tuttugum árum og hefur lyft þar grettistaki.

Þann 14. maí 2007 sæmdi Ólafur Ragnar Grímsson forseti Íslands Helga stórkross hinnar íslensku fálkaorðu en það er æðsta viðurkenning sem lýðveldið veitir einstaklingum.

EmbedVideo is missing a required parameter.

Myndir